fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Götur Kaupmannahafnar fullar af yfirgefnum hjólum – Safnar saman 15.000 hjólum á hverju ári.

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. ágúst 2019 07:00

Frá Kaupmannahöfn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að það séu reiðhjól um allt í Kaupmannahöfn, eru langt frá því öll hjólanna í notkun. Í dag eru um það bil 32.000 yfirgefin hjól í dönsku höfuðborginni. Það þarf að breyta reglunum svo hægt sé að safna saman fleiri hjólum segja samtök reiðhjólamanna.

Karina Vestergård Madsen, starfandi tækni- og umhverfisborgarstjóri segir að hjólin séu um alla borg en að vandinn sé stærstur við lestarstöðvarnar. Hún segir að þetta skapi vanda, þar sem mikill skortur sé á hjóastæðum í borginni.

Þrátt fyrir að borgin fjarlægi fleiri hjól en nokkru sinni áður, en um 15 þúsund hjól voru fjarlægð á síðasta ári, nægir það ekki til þess að koma í veg fyrir að hjólin safnist upp. Samkvæmt Karina Vestergård Madsen bætast um 10 þús yfirgefin hjól við á ári hverju.

Auk þess að fjarlæga hjól sem skilin eru eftir á götum úti reyna borgaryfirvöld að fá fleiri íbúa borgarinnar til þess að fara með ónotuð hjól á endurvinnslustöðvar eða gefa þau til góðgerðarmála í stað þess að skilja þau bara eftir á næsta hjólastæði.

Einn þeirra staða sem tekur á mót notuðum hjólum er Café Exit á Vesterbro. Café Exit er lítið hjólaverkstæði sem gerir við gömul hjól svo hægt sé að selja þau, ágóðinn af sölu hjólanna er notaður til góðgerðarmála, svo sem ráðgjöf til fyrrum fanga. Tom Hansen hjá Café exit segir að mörg hjólanna geti dugað í mörg ár, oft þurfi bara að skipta um dekk, eða keðju. Mikil eftirspurn er eftir notuðum hjólum í Kaupmannahöfn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?