fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Dæmdur í 150 ára fangelsi: Dómari vildi láta vana hann vegna brotanna

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 23. ágúst 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef lögin heimiluðu mér að láta vana þig, þá myndi ég gera það.“ Þetta voru orð dómara í Oklahoma í Bandaríkjunum á miðvikudag áður en hann dæmdi hinn 39 ára gamla Ryan Alden í 150 ára fangelsi.

Ryan þessi var ákærður fyrir að brjóta með stórfelldum hætti gegn fjölmörgum einstaklingum. Hann var sakaður um að koma fyrir myndavélum á heimilum fólks. Kom hann vélunum fyrir í skápum, herbergjum og baðherbergjum. Þetta reyndist auðvelt fyrir Ryan sem starfaði fyrir fyrirtæki sem sér um að koma fyrir eftirlitsmyndavélum á heimilum fólks.

Ryan var einnig dæmdur fyrir að taka myndir undir pils kvenna, til dæmis í kirkjum og á veitingastöðum í Oklahoma. Fórnarlömb hans voru mörg undir lögaldri og því var hann einnig dæmdur fyrir framleiðslu á efni sem sýndi börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt.

Nokkur fórnarlambanna báru vitni í dómsal og lýstu afleiðingum brotanna. Saksóknarar töldu sannað að einhverjar myndanna hefðu farið í dreifingu á netinu. Um leið og það gerist reynist oftar en ekki ómögulegt að láta þær hverfa.

Verjandi Ryans fór fram á að hann yrði dæmdur í tíu ára fangelsi en dómari var á þeirri skoðun að það væri allt of vægur dómur. Var niðurstaðan því lífstíðarfangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina