fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Vill varpa kjarnorkusprengjum á Mars

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 06:00

Mars í fullri dýrð. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, stofnandi Space-X og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virðast við fyrstu sýn ekki eiga margt sameiginlegt. En það má þó tengja tvö orð við þá báða, kjarnorkusprengjur og Twitter. Báðir eru þeir iðnir við að skrifa á Twitter og báðir hafa skoðanir á kjarnorkuvopnum.

Á föstudaginn birti Musk stutt tíst sem fylgjendur hans á Twitter tóku auðvitað eftir.

„Nuke Mars!“ (Sprengjum kjarnorkusprengjur á Mars)

Skrifaði hann. Þetta virðist eflaust vera klikkuð og tilgangslaus hugmynd í margra augum en á bak við þessi orð er ákveðinn hugsun. Í viðtali við bandaríska spjallþáttastjórnandann Stephen Colbert fyrir fjórum árum sagði Musk að hann teldi Mars vera plánetu sem væri hægt að „laga“ svo mannkynið gæti búið þar. Það eina sem þyrfti til væri að sprengja kjarnorkusprengjur á plánetunni.

Ástæðan er að hans sögn að við þessar sprengingar losni um koltvísýring sem er undir yfirborði plánetunnar. Það mun svo að hans sögn með tímanum valda því að til verður andrúmsloft sem mun síðan gera mönnum kleift að búa á Mars.

En sérfræðingar á þessu sviði eru ekki allir sammála Musk. Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA segja að samkvæmt útreikningum þeirra gangi þetta ekki upp. Þrátt fyrir að það muni losa um koltvísýring að sprengja kjarnorkusprengjur á Mars þá dugi það engan veginn til að ná þeim áhrifum sem sóst sé eftir. Núna inniheldur andrúmsloftið á Mars aðeins sex prósent af því magni koltvísýrings sem er í andrúmsloftinu hér á jörðinni.  Með því að sprengja kjarnorkusprengjur á Mars væri hægt að koma hlutfallinu upp í sjö prósent segja vísindamenn hjá NASA svo það virðist vera til lítils að sprengja kjarnorkusprengjur á Mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina