fbpx
Sunnudagur 15.september 2019  |
Pressan

Vandræðaleg bilun í bílastæðahúsi – 18 bílar fastir inni vikum saman

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 07:00

P-snurran. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2003 opnaði bílastæðahúsið P-snurran í Stokkhólmi. Það þótti mikið tækniundur enda var það fyrsta sjálfvirka bílastæðahúsið á Norðurlöndunum. Það eru stæði fyrir 46 bíla í því en það er í Vasastan.

Kosturinn við sjálfvirkt bílastæðahús er að það þarf 40 prósent minna pláss undir það en hefðbundin bílastæðahús. Slík hús henta því vel í gömlum borgarhlutum þar sem pláss er af skornum skammti.

P-snurran er hringlótt og fjögurra hæða. Ökumenn aka inn í komusal þar sem bíllinn er settur á lyftu og fluttur í laust stæði. En í lok júlí bilaði stjórnkerfi hússins vegna ofálags á rafkerfið. Síðan þá hefur hvorki verið hægt að setja bíla inn í húsið né taka bíla út úr því.

Af þessum sökum hafa 18 bíleigendur ekki séð bíla sína síðan í lok júlí og fá þá í fyrsta lagi í september og það ekki fyrr en seinnihluta mánaðarins.

Stjórnkerfið er ítalskt og bíða Svíar nú eftir tæknimanni frá Ítalíu til að leysa vandann. Hann kemst hins vegar ekki fyrr en seinni hluta september.

Bíleigendurnir óheppnu hafa fengið bílaleigubíla frá bílastæðasjóði Stokkhólmsborgar og fá að leggja ókeypis í öðrum bílastæðahúsum á meðan vandinn er óleystur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina