fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Óhugnanleg sjálfsvígstíðni meðal franskra lögreglumanna – Stjórnvöld ráðþrota

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 19:00

Franskir lögreglumenn að störfum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega sviptu þrír franskir lögreglumenn sig lífi. Þetta voru óeirðarlögreglumaður, yfirmaður og kennari í lögregluskóla. Auk þeirra tóku fimm lögreglumenn til viðbótar líf sitt nýlega. Það sem af er ári hafa 64 lögreglumenn tekið líf sitt og talan hækkar sífellt.

Fleiri lögreglumenn falla fyrir eigin hendi en við skyldustörf en stjórnvöld virðast standa ráðþrota frammi fyrir vandanum. Stéttarfélög lögreglumenn segja að lögreglumenn þurfi meiri stuðning og vernd og þeir krefjast aðgerða til að hægt sé að leysa þetta vandamál.

Þeir sem hafa tekið líf sín eru á öllum aldri og allsstaðar að úr landinu, margir þeirra með lítil börn. Franska þingið lét nýlega gera rannsókn á ástæðum þess álags og örvæntingar sem hrjáir marga franska lögreglumenn. Meðal niðurstaðna var að mikil yfirvinna í kjölfar hryðjuverkaárása, sem hófust í janúar 2015, og vikuleg og oft ofbeldisfull mótmæli gegn stjórnvöldum frá því í nóvember eigi hér stóran hlut að máli ásamt fleiri þáttum.

Denis Jacob, formaður CFDT sem er stéttarfélag lögreglumanna, segir að eins og staðan sé í dag stefni í að árið í ár verði það versta hvað varðar sjálfsvíg lögreglumann í 30 ár.

Í skýrslu, sem var lögð fyrir franski þingið á síðasta ári, kom fram að sjálfsvígstíðnin meðal lögreglumanna væri 36% hærri en sjálfsvígstíðni meðal annarra þjóðfélagshópa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina