fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Eftirlýstur barnaníðingur faldi sig neðanjarðar í rúmlega þrjú ár

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 17:00

Jeremiah Button Mynd:Portage County Sheriff's Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar 2016 hvarf Jeremiah Button, 44 ára, nánast af yfirborði jarðar en þá átti hann að mæta fyrir dóm í Wisconsin í Bandaríkjunum vegna ákæru um barnaníð og vörslu barnakláms. Hann fannst ekki fyrr en rúmum þremur árum síðar. Þá kom í ljós að hann hafði hafst við neðanjarðar nær allan tímann.

Það var veiðimaðurinn Thomas Nelson sem fann Button í neðanjarðarbyrgi sem hann hafði útbúið sér og komið sér fyrir í. Í samtali við WSAW sagði Nelson að niðursuðudósir og pappakassar hafi verið úti um allt. Neðanjarðarbyrgið var langt inni í skógi og því fjarri alfaraleið. Nelson sagði að algjör tilviljun hafi ráðið því að hann fann byrgið, það hafi verið nær útilokað að átta sig á tilvist þess nema vita að eitthvað væri þarna.

Eftir að hafa staðið fyrir utan byrgið í smá stund og safnað kjarki fór hann inni byrgið sem var ólæst.

„Ég opnaði dyrnar og gekk inn. Það voru niðursuðudósir og pappakassar út um allt. Ég hugsaði með mér að ég yrði að fara lengra inn. Þar sá ég hann liggjandi í rúminu.“

Hann gekk hljóðlega út og hringdi í lögregluna þegar hann var kominn út og í örugga fjarlægð. Hann beið síðan eftir lögreglumönnum og vísaði þeim á byrgið. Þar hittu lögreglumennirnir Button sem reyndist vera eftirlýstur fyrir mörg afbrot. Matt Kecker, lögreglumaður, sagði að svo hafi virst sem Button væri nánast feginn að hitta annað fólk og vera handtekinn.

Button hafði sett upp sólarrafhlöður og var með sjónvarp í byrginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina