fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Þessi írska kona lætur Facebook og aðra netrisa skjálfa á beinunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk tölvu- og netfyrirtæki á borð við Facebook, Google, Apple og Microsoft óttast þrjá Evrópubúa mikið og eru þeir eiginlega eins og heimsins versta pest í þeirra augum. Einn þeirra er Daninn Margrethe Vestager, sem fór með samkeppnismál í síðustu framkvæmdastjórn ESB, en hún hefur sektað mörg stórfyrirtæki og krafið þau um háar skattgreiðslur. Austurríski aðgerðarsinninn og lögmaðurinn Max Schrems er einnig þyrnir í augum þeirra en hann hefur barist ötullega gegn því að fyrirtækin megi flytja persónuupplýsingar um Evrópubúa út úr álfunni. En færri þekkja til þriðja ógnvaldsins.

Það er hin írska Helen Dixon. Ef leitað er að henni á Facebook eða Instagram er hana ekki þar að finna enda kannski engin furða. Hún er líklegast sú manneskja sem hefur valdið stórfyrirtækjunum mestu vandræðum. Hún er forstjóri írsku persónuverndarinnar. Í næsta mánuði mun hún skila af sér skýrslu sem getur þýtt að bandarísku stórfyrirtækin verði sektuð um sem nemur tugum ef ekki hundruðum milljarða íslenskra króna.

Mörg bandarísku tæknifyrirtækjanna hafa höfuðstöðvar á Írlandi vegna þess hversu lítill skattur er lagður á fyrirtæki þar í landi. Dixon er því einhverskonar eftirlitsmaður Evrópu með þessum fyrirtækjum. Þessu hlutverki hefur hún sinnt af mikilli röggsemi og án leyndarhjúps síðan hún tók við embættinu fyrir um fimm árum.

Þegar hún tók við starfinu, fljótlega eftir afhjúpanir Edward Snowden um umfangsmiklar njósnir Bandaríkjamanna, voru höfuðstöðvar eftirlitsins í um 80 km fjarlægð frá Dyflinni og þar störfuðu um 30 manns. Eftirlitið mátti ekki birta niðurstöður sýnar opinberlega. Dixon hefur fengið í gegn að starfsmennirnir eru orðnir tæplega 200 og að stofnunin hefur nú fengið húsnæði í Dyflinni.

Stofnunin er nú með 51 mál til rannsóknar. Þar af tengjast 17 tæknifyrirtækjunum, sjö þeirra tengjast Facebook en Apple, LinkedIn og Twitter eru einnig til rannsóknar. Í næsta mánuði mun fyrsta niðurstaða rannsóknar Dixon og samstarfsmanna hennar á málefnum Facebook liggja fyrir. Hún getur þýtt milljarða sekt til Facebook og haft mikil og jafnvel afgerandi áhrif á framtíð bandarísku tæknirisanna í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina