fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Sex ungir menn reyndu að brjótast inn í hús – Húseigandinn skaut einn til bana – Hinir 5 kærðir fyrir morð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 06:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku vaknaði 75 ára karlmaður, sem býr í Lake County nærri Chicago í Bandaríkjunum, upp við að bíl var ekið upp að húsi hans. Hann tók sér skotvopn í hendurnar og fór út. Þar mætti hann sex ungum mönnum sem höfðu komið akandi á stolinni Lexus-bifreið.

Hann skipaði þeim að hafa sig af landareign hans en þeir sinntu því ekki og nálguðust hann. Maðurinn sagði lögreglunni síðar að einn mannanna hafi verið með eitthvað í höndinni og taldi hann þetta geta ógnað öryggi sínu. Hann skaut því nokkrum skotum á ungu mennina. Hann hæfði einn þeirra með einu skoti að sögn saksóknara.

Mennirnir hlupu aftur í bílinn og óku á brott. Þeir stöðvuðu í nærliggjandi bæ hjá lögreglumanni og sögðu að vinur þeirra hefði verið skotinn. Þegar lögreglumaðurinn hlúði að hinum særða óku fjórir félagar hans á brott í stolnu bifreiðinni. Sá fimmti var handtekinn á vettvangi. Ungu mennirnir stöðvuðu ekki fyrr en þeir urðu bensínlausir og reyndu þá að hlaupa frá lögreglumönnum sem eltu þá.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að þeir hafi náðst og verið handteknir. Flestir eiga þeir töluverðan sakaferil að baki.

Þegar lögreglumenn fóru að heimili gamla mannsins fundu þeir veiðihníf utan við húsið en það var hann sem maðurinn sá einn ungu mannanna halda á.

Sá sem varð fyrir skoti lést síðar. Hann var 14 ára. Hinir fimm eru allir í varðhaldi. Fjórir þeirra eru yngri en 18 ára. Saksóknari hefur kært þá alla fyrir morð af fyrstu gráðu og mun krefjast þess að þeim verði refsað sem fullorðnum. Dómari hefur ákveðið að ungu mennirnir geti sloppið úr varðhaldi ef þeir greiða eina milljón dollara í tryggingafé.

Saksóknari segir að ungu mennirnir verði ákærðir fyrir morð þar sem þeir hafi farið vopnaðir að heimili gamla mannsins með það í hyggju að ræna hann. Þeir hafi hunsað fyrirskipanir hans um að hafa sig á brott. Með þessu hafi þeir stofnað lífi félaga sinna í hættu. Það að vera með vopn auki mjög líkurnar á að einhver verði fyrir alvarlegu líkamstjóni eða láti lífið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina