fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Elon Musk segir okkur varnarlaus gegn heimsendaloftsteini

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 06:00

Loftsteinn sem sprakk yfir Rússlandi fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, stofnandi Space-X geimferðafyrirtækisins, segir að hér á jörðinni sé enginn varnarbúnaður gegn loftsteinum sem geta nánast valdið heimsendi. Þessi ummæli lét hann falla á Twitter eftir að vinur hans Joe Rogan dreifði frétt úr bresku dagblaði um að bandaríska geimferðastofnunin NASA sé að undirbúa sig undir komu loftsteinsins Apophis en nafnið er sótt til samnefnds guðs sem var „guð ringulreiðar“.

„Frábært nafn! Myndi ekki hafa áhyggjur af þessum en stór loftsteinn mun á endanum lenda á jörðinni og eins og eru erum við ekki með neinar varnir.“

Aphphis er þó enginn smásmíði því hann er 340 í þvermál og fer ansi nærri jörðinni, svo nærri að NASA taldi eitt sinn að hann myndi lenda í árekstri við hana. En sem betur fer fyrir okkur sýndu nákvæmari útreikningar að han hann fer rétt framhjá okkur eða í um 30.000 km fjarlægð. Þetta mun gerast þann 13. apríl 2029. Þá mun vísindamönnum gefast einstakt tækifæri til að fylgjast með loftsteininum og jafnvel sjá yfirborð hans vel með ratsjám. Ef Apophis myndi lenda í árekstri við jörðina gætu milljónir manna farist og gígur, sem væri um 5 km að þvermáli, myndi myndast. En sem tegund myndum við væntanlega lifa þetta af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina