fbpx
Sunnudagur 15.september 2019  |
Pressan

Eggjasuðan gæti kostað hana sjónina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bethany Rosser, 22 ára, frá Redditch í Worcestershire á Englandi á á hættu að missa sjónina á öðru auganum eftir að tvö soðin egg sprungu í andlitið á henni.  Hún ætlaði að sjóða sér tvö egg í hádegismat og gerði það í örbylgjuofni því hún gat ekki notað eldavél.

Hún leitaði sér upplýsinga á netinu um hvernig ætti að sjóða egg í örbylgjuofni og horfði á nokkur myndbönd á YouTube um þetta. Hún fór síðan eftir leiðbeiningum, sem hún fann á netinu, um hvernig eigi að sjóða egg í örbylgjuofni. Þar kom fram að það væri ekkert mál svo lengi sem salt væri sett í vatnið. Hún sauð eggin því í sex mínútur á 900 vöttum. Samkvæmt leiðbeiningunum átti að sjóða þau í sex til átta mínútur en hún lét sex mínútur duga.

Eggin litu vel út þegar hún tók þau út úr ofninum. Hún beygði sig niður að bollanum til gá hvort þau væru tilbúin og þá sprungu þau bæði beint í andlitið á henni. Hún hringdi strax eftir aðstoð og hélt andlitinu undir rennandi köldu vatni á meðan hún beið eftir sjúkrabíl.

Áður en sjúkrabíllinn kom á vettvang var húð á andliti hennar farin að detta af. Bethany var strax flutt á sjúkrahús í Birmingham. Læknar segja að hún muni ekki hljóta varanleg ör af þessu en húðin muni verða mislit og sködduð um hríð og að hún muni hugsanlega missa sjónina á öðru auga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina