fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Var búinn að játa sig sigraðan þegar hið ótrúlega gerðist

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og fimm ára karlmaður í Bandaríkjunum skrifaði kveðjubréf til óléttrar unnustu sinnar þegar hann villtist í óbyggðum Utah á dögunum.

Maðurinn, Kaden Laga, var í hestaferð helgina 10. til 11. ágúst síðastliðinn í Selway-Bitterroot þjóðgarðinum. Bróðir hans lenti í vandræðum með sinn hest og bauðst Kaden til að lána honum sinn hest og ganga sjálfur til byggða.

Þegar Kaden var búinn að ganga dágóðan spöl áttaði hann sig á því að hann var villtur, hann hafði gengið of langt og ekki í rétta átt. Til að bæta gráu ofan á svart var ekkert farsímasamband á þessum slóðum.

Kaden reyndi hvað hann gat að finna einhvern en þar sem um ógnarstórt svæði var að ræða beið hans ekkert nema ósnortin náttúran. Eðli málsins samkvæmt var Kaden orðinn hræddur um líf sitt og ákvað hann því að skrifa bréf til unnustu sinnar.

„Ég elska þig. Ég elskaði líf mitt með þér og mér þykir það svo leiðinlegt að ég hafi skilið þig eftir sem einstæða móður,“ sagði hann í bréfinu sem hann skrifaði á farsíma sinn.

Það var ekki fyrr en á föstudeginum, fimm dögum eftir að hann villtist, að Kaden rakst á fólk á svæðinu. Þá var klukkan orðin eitt um nótt en í fjarlægð sá Kaden ljóstýru sem reyndist koma frá tjaldi. Í tjaldinu var par á besta aldri sem hafði ákveðið að skilja ljósið eftir kveikt. Parið aðstoðaði Kaden við að komast til byggða.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla segir Kaden að hann sé stálheppinn að vera á lífi. Ef parið hefði ekki verið með ljósin kveikt umrædda nótt er óvíst hvort hann hefði komst lífs af. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Kaden að næst á dagskrá sé að fara í afslöppunarferð til Havaí með unnustu sinni. Barnið, sem kemur í heiminn á næstu mánuðum, verður skírt eftir bjargvættunum tveimur í tjaldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband