fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Norður-Kórea mokar inn peningum á rekstri gistiheimilis í miðborg Berlínar – Hið vandræðalegasta mál fyrir þýsk stjórnvöld

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 07:00

Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að um augljóst brot á refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu sé að ræða hefur þýskum stjórnvöldum ekki tekist að stöðva brotið. Málið er hið vandræðalegasta fyrir þýsk stjórnvöld enda fer það fram í miðborg Berlínar fyrir opnum tjöldum.

Málið snýst um City Hostel Berlin sem er að sjá eins og flest farfuglaheimili á Vesturlöndum. Það freistar margra að geta gist þar fyrir sem nemur tæplega 3000 íslenskum krónum fyrir nóttina en það telst ódýrt í Berlín. En það sem fæstir gestanna vita og ekki er haft hátt um er að þegar þeir dvelja á farfuglaheimilinu eru þeir í raun á norður-kóresku landi.

Farfuglaheimilið er á lóð sem tilheyrir norður-kóreska sendiráðinu í Berlín og flest bendir til að leigutekjurnar renni beint í vasa einræðisstjórnarinnar þar í landi. Sendiráðið fær að sögn þýskra fjölmiðla 40.000 evrur í leigutekjur af húsinu í mánuði hverjum. Þetta er skýrt brot á refsiaðgerðum SÞ.

Með ályktun öryggisráðs SÞ númer 2321 frá því í nóvember 2016 er óheimilt að leyfa einræðisstjórninni að verða sér úti um fé með útleigu. Allt frá þeim tíma hefur gistiheimilið við Glinkastrasse 5-7 í Berlín valdið þýskum stjórnvöldum erfiðleikum. Þau hafa út frá margvíslegum lagalegum sjónarmiðum reynt að stöðva peningastreymið til einræðisstjórnarinnar en án árangurs. Til dæmis hafa skattayfirvöld reynt að fá sinn hluta af kökunni og herma sögur að sendiráðið skuldi nú ein milljón evra í skatta. Skattayfirvöld vilja ekki segja neitt um hvort greitt er af skuldinni.

Norður-Kórea fékk lóðina á sjötta áratugnum en hún var þá í Austur-Þýskalandi, á milli Brandenburger Tor og Checkpoint Charlie. Á þessum tíma voru 30 norður-kóreskir stjórnarerindrekar við störf í Austur-Þýskalandi.

Í kjölfar sameiningar þýsku ríkjanna byrjaði sendiráðið að leigja hlut af lóð sinni út, fyrst undir líkamsræktarstöð, síðan sálfræðistofu en 2004 tók núverandi leigutaki við og breytti húsinu í farfuglaheimili með rúmlega 100 herbergjum og gistiaðstöðu fyrir 450 manns.

Við hlið farfuglaheimilisins er síðan sjálft sendiráðið sem er afgirt og þakið eftirlitsmyndavélum og auðvitað myndum af leiðtoganum mikla, Kim Jong-un.

Það veldur Þjóðverjum einnig vandræðum í þessu máli að í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, eiga Þjóðverjar stóra lóð sem þeir fengu í skiptum fyrir lóðina í Berlín. Þeir nota hana ekki alla og leigja hluta hennar til  sendiráða Svía og Breta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?