fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hugsanlega eru allt að 10 milljarðar jarðlíkra pláneta í vetrarbrautinni okkar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 17:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er útilokað að í vetrarbrautinni okkar séu allt að 10 milljarðar hlýrra og blautra pláneta á borð við jörðina okkar. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Penn State háskólann sem notuðu gögn frá Kepler stjörnusjónauka bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA til að leggja mat á fjölda jarðlíkra pláneta í vetrarbrautinni.

Niðurstöður þeirra voru nýlega birtar í The Astronomical Journal. Fram kemur að þeir telja að jarðlíkar plánetur séu hugsanlega á braut um fjórðu hverju sól í vetrarbrautinni. Þetta gerir um 10 milljarða pláneta.

Þetta mat er mikilvægt skref í leitinni að lífi utan jarðarinnar því mestar líkur eru á að finna líf á plánetum sem líkjast jörðinni.

Vísindamenn vonast til að öðlast enn betri skilning á fjölda jarðlíkra pláneta þegar Wide-Field Infrared Survey sjónaukanum verður skotið á braut um jörðu um miðjan næsta áratug en hann mun leita að ummerkjum um súrefni og vatn á fjarlægum plánetum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug