fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Framtak móðurinnar vekur mikla athygli – Má þetta spyrja sumir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 19:00

Shaketha. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að fá börn til að taka þátt í heimilisstörfunum. Þetta getur eiginlega neytt foreldranna til að vera ansi frumlegir í hugsun. Það er einmitt það sem móðir frá Dublin í Georgíuríki í Bandaríkjunum ákvað að gera, að fara óvenjulega leið til að fá börnin til að hjálpa til. En sumir hafa spurt sig hvort þetta sé viðeigandi hjá henni.

Í Facebookfærslu lýsti Shaketha McGregor því hvernig hún hefði fengið börnin sín til að taka þátt í heimilisstörfunum.

„Börnin mín eru sífellt að biðja um nýja síma eða vasapeninga svo þau geti gert hitt og þetta. Í gær sagði ég þeim að ég hefði hlustað á óskir þeirra og að þeirra biði svolítið óvænt þegar þau kæmu heim úr skóla í dag. Þetta óvænta er að þau verða að sækja um störf hérna heima til að fá peninga. Ef þú vilt eitthvað verður þú að vinna fyrir því.“

Skrifaði hún meðal annars. Færslan vakti mikil viðbrögð og hefur verið deilt oft og fengið mörg hundruð þúsund viðbrögð.

Mynd:Facebook

Til að fá peninga geta börnin valið úr þremur störfum. Í einu þeirra felst að vera stjórnandi eldhússins, í öðru er það stjórnun á þrifum og í því þriðja er það stjórnun á fataþvotti fjölskyldunnar sem viðkomandi þarf að sinna.

Allir þátttakendurnir verða að fylla út eyðublað sem móðir þeirra útbjó. Á því verða þeir að gera grein fyrir fyrri starfsreynslu, hvort þeir vilji vinna á kvöldin og um helgar og hvað þeim finnst sanngjart að fá í laun.

Mynd:Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina