fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 19. ágúst 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Yoshe Taylor, áströlsk kona á besta aldri, kynntist myndarlegum yngri manni á stefnumótaforriti bjóst hún ekki við því að nokkrum árum síðar ætti þessi sami maður eftir að kosta hana 23 ára fangelsisdóm. Sú varð þó raunin og segir Taylor sögu sína í ástralska fréttaskýringaþættinum Australian Story.

Það var árið 2013 að Taylor, sem þá hafði verið einstæð í fjögur ár, skráði sig á stefnumótaforritið Tagged. Þá var Taylor 41 árs og tilbúin í ný ævintýri, að því er fram kemur í frétt News.co.au, sem fjallar um þáttinn.

Tók öllu með fyrirvara

Maðurinn sem hún hitti heitir Precious Max, sem sagðist vera suðurafrískur kaupsýslumaður búsettur í Kambódíu. Taylor og Max töluðu mikið saman, döðruðu og taldi Taylor að þau hefðu kynnst ágætlega. Þau voru allavega góðir vinir og töluðu saman mjög reglulega. Hún kveðst þó hafa verið meðvituð um að hún væri að tala við mann á netinu og tók hún þessum samskiptum því með sæmilegum fyrirvara.

Precious Max hafði ekkert gott í hyggju.

En eftir því sem tíminn leið skapaðist traust og svo fór að Max bað Taylor um að koma til Kambódíu og hitta sig. Taylor tók ágætlega í þessa beiðni, ekki síst í ljósi þess að hann bauðst til að borga ferðalagið úr eigin vasa. Taylor ákvað þó að biðja hann um mynd af vegabréfi hans til að fullvissa sig um að hún væri að hitta alvöru manneskju. Max fór eftir öllu sem hún bað um og ákvað Taylor því að slá til og ferðast til Kambódíu.

Max var sá sem hann sagðist vera

Taylor var létt þegar hún kom til Kambódíu enda var Max sá sem hann sagðist vera. Þau áttu ágæta tíma saman en í þættinum sagðist Taylor hafa lagt það til að þau yrðu bara vinir, meðal annars í ljósi þess að hann var töluvert yngri en hún og þau áttu heima í sitt hvoru landinu. Frekari skuldbindingar væru erfiðar á þessum tímapunkti. Max tók vel í það en fékk Taylor þó til að taka þátt í viðskiptaævintýrum sínum. Það var þá sem Taylor tók stórt og mikið feilspor.

Þetta hljómaði þó allt mjög sakleysislega. Taylor átti að aðstoða vin hans við að koma upp verslun í Brisbane sem seldi varning frá Kambódíu. Taylor tók þessu fagnandi enda hafði hún erfitt með að ná endum saman síðan hún varð einstæð nokkrum árum fyrr.

Ekkert athugavert í bakpokanum, eða hvað?

Í þriðja sinn sem Taylor fór til Kambódíu bað Max hana að taka með sér bakpoka til Ástralíu. Hún féllst á það en til að tryggja að ekkert ólöglegt væri í pokanum fór hún í gegnum innihald hans. Hún fann ekkert athugavert og kom henni það því í opna skjöldu þegar hún var handtekin á flugvellinum í Kambódíu á leið til Ástralíu. Í bakpokanum leyndust tvö kíló af heróíni sem búið var að sauma inn í pokann.

Svo fór að Taylor var dæmd í 23 ára fangelsi í Kambódíu. Hart er tekið á fíkniefnasmygli í Kambódíu og átti Taylor yfir höfði sér dauðarefsingu vegna málsins. Sjálf viðurkennir hún að dauðarefsing hafi hljómað betur en 23 ára fangelsi í kambódísku fangelsi. Fyrstu vikurnar deildi hún klefa með 99 konum. Í klefanum voru aðeins þrjú klósett og aðstæður því í raun skelfilegar.

Taylor áfrýjaði fangelsisdómnum árið 2016 en án árangurs. Þegar flest benti til þess að hún myndi verja næstu árunum – jafnvel áratugunum – í fangelsi í Kambódíu fengu ástralskir lögfræðingar veður af málinu. Moya O‘Brien, lögfræðingur annarrar ástralskrar konu sem hinn títtnefndi Max var einnig í samskiptum við, ákvað að taka mál hennar að sér. Konan sem um ræðir hafði verið ákærð fyrir fíknefnasmygl til Ástralíu en mál hennar látið niður falla þegar sannleikurinn kom í ljós; hún hafði aðeins verið saklaust peð og dóphring Precious Max. Fleiri konur höfðu orðið fyrir barðinu á Max og beitti hann ávallt sömu aðferð. Hann var í samskiptum við þær á netinu og vann sér inn traust, hægt og rólega.

Sýknuð eftir sex ár í fangelsi

Taylor hafði verið í fangelsi í þrjú ár þegar O‘Brien tók mál hennar að sér. Það var svo á síðasta ári að hæstiréttur Kambódíu sýknaði Taylor í málinu, þar sem ekki þótti sannað að hún hefði vitað að bakpokinn innihéldi fíkniefni. Málinu lauk svo formlega í apríl síðastliðnum þegar Taylor var sleppt eftir sex ár í fangelsi í Kambódíu.

Taylor, sem er fyrrverandi barnaskólakennari, segir í þættinum að Ástralar hafi það orð á sér að vera auðtrúa. Það sé ekki tilgangur hennar að hræða fólk með sögu sinni. „En ef ég get bjargað einni manneskju frá því að lenda í þessum aðstæðum þá verð ég mjög ánægð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina