fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Norska lögreglan er með nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth – Skýrir fyrst frá þeim í haust

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. ágúst 2019 21:00

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hennar. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalverkefnið í rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu norska milljarðamæringsins Tom Hagen, er nú að bera kennsl á ökutæki og fólk sem er talið tengjast málinu. Anne-Elisabeth var numin brott af heimili sínu í lok október á síðasta ári og síðan hefur ekkert til hennar spurst.

Ekki er að sjá að lausn sé í sjónmáli en lögreglan segist vera með nýjar upplýsingar í málinu en þeim ætlar hún ekki að skýra frá fyrr en í haust. Lögreglan telur litlar líkur á að Anne-Elisabeth sé á lífi en fjölskylda hennar er vongóð um að svo sé og greiddi meintum mannræningjum nýlega 10 milljónir norskra króna til að fá staðfestingu á að hún sé á lífi. En sú staðfesting hefur ekki fengist þrátt fyrir greiðsluna.

Tomm Brøsky, sem stýrir rannsókn lögreglunnar, sagði í samtali við VG að lögreglan ætli að setja aukinn kraft í ákveðna þætti rannsóknarinnar en vilji enn ekki skýra nánar frá þeim. Þetta séu þættir sem skipti gríðarlega miklu máli fyrir rannsóknina og lausn málsins. Það sé mikilvægt að skýra ekki frá þessu nú þar sem það geti skaðað rannsóknina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina