fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. ágúst 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Kólumbíu lýstu í síðustu viku yfir neyðarástandi eftir að mjög smitandi sveppur fannst í banönum þar í landi. Þessi sveppur getur gert út af við þessa vinsælu ávaxtategund og þar með þann stóra iðnað sem bananaræktun er í Suður-Ameríku.

Vice skýrir frá þessu. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi sveppur, sem nefnist TR4, finnst í Ameríku en hann hefur fundist víða um heim síðan hann uppgötvaðist á Taívan á tíunda áratug síðustu aldar. Nú óttast menn að hann dreifist um alla Suður-Ameríku.

„Ef þú finnur hann er það um seinan og hann hefur líklega dreift sér án þess að það uppgötvaðist.“

Hefur National Geographic eftir Gert Kema sem er prófessor í plöntusjúkdómum.

Þegar TR4 berst á nýja staði lifir hann í jarðveginum í 30 ár en útilokað er að rækta bananaplöntur eða aðrar ávaxtaplöntur í jarðveginum á meðan. Engin lækning er til við þessum skæða sveppi.

Kólumbísk yfirvöld hafa blandað lögreglunni og her landsins í baráttuna við sveppinn en stór landbúnaðarsvæði hafa verið sett í einangrun vegna hans. Embættismenn fylgjast náið með allri uppskeru enda er mikið í húfi því bananar eru þriðja stærsta útflutningsvara Kólumbíu.

Bananategundin, sem smit hefur greinst í, er hinn svokallaði Cavendish-banani en það er vinsælasta bananategund heims en tæplegur helmingur allra þeirra banana sem eru ræktaðir í heiminum eru af þessari tegund.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skaðvaldar herja á banana. Svokölluð Panamaveiki gerði út af við þá vinsælustu bananategund heims, Gros Michel. Cavendish-bananinn kom í hans stað og töldu menn að tegundin væri ónæm fyrir sjúkdómum en nú liggur ljóst fyrir að svo er ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Í gær

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður