fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. ágúst 2019 07:02

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. ágúst síðastliðinn fór Dannette Giltz á sjúkrahús í heimabæ sínum Sturgis í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Hún var með verki og taldi að um nýrnasteinskast væri að ræða.

„Ég fékk verki, ég taldi að um nýrnasteinskast væri að ræða því ég hef fengið svoleiðis áður.“

Sagði hún í samtali við KOTA-TV. En læknar sáu fljótt að nýrnasteinar áttu hér engan hlut að máli. Giltz var barnshafandi og fæðing var hafin en hún var gengin 34 vikur. Læknarnir töldu að hún gengi með tvíbura en svo var nú ekki því hér var um þríbura að ræða.

Þríburarnir. Mynd:Dannette Giltz/Facebook

„Maður heyrir ekki oft um þríbura getna á náttúrulegan hátt, hvað þá að gengið sé með þá í 34 vikur án þess að vita af þunguninni. Ég fór til lækna og hélt að ég þyrfti að fara í aðgerð vegna nýrnasteina en endaði með að fara í keisaraskurð. Þetta er klikkun.“

Börnunum heilsast vel. Þau fæddust með fjögurra mínútna millibili og voru hvert um sig um tvö kíló. Þau hafa fengið nöfnin Blaze, Gypsy og Nikki segir í umfjöllun ITV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina