fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Harry og Meghan sökuð um hræsni: Fjórar ferðir í einkaþotum á ellefu dögum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 19. ágúst 2019 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle sitja undir talsverðri gagnrýni í Bretlandi vegna tíðra ferða þeirra með einkaþotum. Bæði hafa þau talað fyrir því að gripið verði til róttækra aðgerða í loftslagsmálum og að allir þurfi að taka höndum saman ef ekki á illa að fara.

Harry og Meghan fóru til Ibiza með einkaþotu á dögunum til að fagna 38 ára afmæli Meghan. Þau flugu svo heim til Bretlands áður en þau héldu til Nice í Frakklandi á einkaþotu á miðvikudag síðustu viku. Breskir fjölmiðlar vekja athygli á því að þann dag hafi tuttugu áætlunarflug verið frá Bretlandi til Nice.

Harry og Meghan flugu svo burt frá Frakklandi í einkaþotu á laugardag – þeirri fjórðu á aðeins ellefu dögum.

Flestir vita að flugferðir eru ekki beint umhverfisvænar og skilja þær eftir sig stórt kolefnisfótspor.

Phil Dampier, sérfræðingur í málefnum konungsfjölskyldunnar, segir við Mail Online að það líti þannig út að þeim sé alveg sama um gagnrýnina sem þau fá. „Hvort sem gagnrýnin er sanngjörn eða ekki þá virðist þeim vera alveg sama. Þau vita að það mælist ekki vel fyrir að fara í fjórar ferðir með einkaþotum á svona stuttum tíma. Samt gera þau þetta,“ segir hann.

Hann bætir við að sótsvartur almúginn kæri sig ekki um að láta einstaklinga lesa yfir sér um hluti eins og hamfarahlýnun og loftslagsbreytingar – að minnsta kosti ef viðkomandi gerir lítið sem ekkert til að leggja sitt af mörkum.

Ken Wharfe, fyrrverandi lögreglumaður sem var lífvörður Díönu prinsessu í fjölmörg ár, segir að Harry og Meghan sýni af sér hræsni. „Harry getur ekki predikað um hlýnun jarðar á sama tíma og hann ferðast um á einkaþotum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?