fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. ágúst 2019 07:00

Hapgood fjölskyldan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað gerðist eiginlega í herbergi 49? Það er það sem margir íbúar á kyrrahafseyjunni Anguilla, sem er breskt yfirráðasvæði, velta fyrir sér þessa dagana. Á þessari litlu eyju búa um 20.000 manns og hafa flestir þeirra viðurværi sitt af ferðamönnum.

Fljótlega hefjast réttarhöld á eyjunni yfir Gavin Scott Hapgood sem er Bandaríkjamaður. Hann er ákærður fyrir morð. Lögreglan á eyjunni segir að hún geti ekki ábyrgst öryggi hans þegar hann kemur fyrir rétt. Málið hefur vakið miklar og sterkar tilfinningar á eyjunni. Auk ofbeldis og morðs snýst málið einnig um bilið á milli ríkra og fátækra, muninn á svörtu og hvítu fólki.

Í apríl kom Hapgood fjölskyldan til eyjunnar í frí. Þetta voru Gavin Scott, eiginkona hans og þrjú börn þeirra. Þau eru frá Connecticut í Bandaríkjunum. Þau gistu á Malliouhana Resort og var fríið að sögn frábært. News.com.au skýrir frá þessu.

Kenny Mitchel

Það er að segja fríið var frábært þar til heimamaðurinn Kenny Mitchel, sem var iðnaðarmaður á hótelinu, birtist í herbergi fjölskyldunnar þann 13. apríl til að laga vaskinn. En hvað gerðist eftir það er ekki vitað með vissu. Tveir menn vissu það og annar þeirra er látinn.

Það sem vitað er með vissu er að Kenny Mitchel, sem var 27 ára einstæður faðir, er látinn og að bandaríski fjárfestingaráðgjafinn Gavin Scott Hapgood er ákærður fyrir manndráp. Hann segist vera saklaus og að hann hafi aðeins gripið til sjálfsvarnar. Hann segir að fjölskyldan hafi ekki beðið um aðstoð Mitchel og hafi því orðið mjög undrandi þegar hann birtist skyndilega í einkennisbúningi sínum.

Hapgood segir að Mitchel hafi síðan dregið upp hníf og krafist þess að fá alla peninga fjölskyldunnar, því hafi hann neyðst til að verja sig. Fyrsta vitnið sem kom á vettvang segist hafa séð Hapgood sitja ofan á Mitchel og hafi haldið hnakka hans og andliti niðri. Við hlið hans hafi verið blóðpollur og vasahnífur. Mitchel var meðvitundarlaus þegar lögreglan og sjúkraflutningamenn komu á vettvang og komst ekki til meðvitundar áður en hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsi.

Kenny með dóttur sína.

Íbúar á Anguilla eru flestir þeirrar skoðunnar að ólíklegt sé að Mitchel hefði ráðist á Hapgood. Bróðir hans segir að eitthvað í frásögn Hapgod passi ekki. Mitchel hefði aldrei stefnt góðu starfi sínu á hótelinu í hættu og hvað þá að hann hefði ætlað að ræna hótelgest íklæddur einkennisbúningi sínum.

Hapgood hefur lofað að snúa aftur til eyjunnar þegar réttarhöldin hefjast en lögreglan hefur varað hann við og sagt að hún geti ekki ábyrgst öryggi hans. Eyjaskeggjar eru vægast sagt brjálaðir vegna málsins, meðal annars vegna þess að Hapgood fékk að fara heim til sína á meðan málið var til rannsóknar og það þrátt fyrir að hann væri grunaður um morð.

Gavin Scott Hapgood

Dómari hafnaði því að láta Hapgood lausan gegn tryggingu en samt sem áður fékk hann að fara heim til Bandaríkjanna eftir að hafa greitt 110.000 dollara tryggingu. Þetta vakti miklar og sterkar tilfinningar meðal eyjaskeggja sem segja málið ekki bara snúast um sekt eða sakleysi heldur einnig þau forréttindi sem ferðamenn geta notið á stað sem þessum þar sem heimamenn eru háðir peningunum frá þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina