fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Emil keypti 125 ára gamla kommóðu á flóamarkaði – Heyrði síðan skrýtið hljóð frá henni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. ágúst 2019 06:00

Kommóðan góða. Mynd:Youtube/Local12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar eftirlaunaþeginn Emil Knodell fór á flóamarkað nærri heimili sínu í Bandaríkjunum fann hann kommóðu sem honum leist vel á. Hún reyndist vera 125 ára gömul og í góðu standi. Hann borgaði 100 dollara fyrir hana og fór heim með hana en ætlunin var að koma henni fyrir í borðstofunni.

Vinur hans, Jeff Allen, hjálpaði honum með að koma kommóðunni heim. Þegar þeir settu hana í farangursrýmið heyrðu þeir undarlegt hljóð berast frá henni. Þeir tóku hana aftur út til að kanna hvað gæti orsakað þetta.

Við nánari hlustun heyrðu þeir að það var eins og eitthvað væri í henni. Þeir skoðuðu hana því vel og fundu leynihóf. Í því var mikið af hringum, demöntum, gulli og fleiru. Í samtali við ABC News sagði Jeff að þetta hafi svo sannarlega komið adrenalíninu af stað í þeim.

Þetta var nú ansi mikið. Mynd:Youtube/Local12

Emil hafði keypt kommóðuna en hann ákvað strax að skila því sem í henni var. Félagarnir gengu því aftur að húsinu og létu húsráðandann fá allt það sem hafði verið í henni.

„Ég keypti kommóðuna en ég keypti ekki þessa hluti. Ef ég hefði haldið þeim hefði það verið rangt, það hefði verið meiri byrði en ánægja. Ég er gamall hermaður og reyni bara að gera það sem er rétt.“

Mynd:Youtube/Local12
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Í gær

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV