fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Leiddust þegar þær komu í mark – Það voru stór mistök | Myndband

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 18. ágúst 2019 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresku þríþrautarkeppendurnir Jessica Learmonth og Georgia Taylor-Brown gerðu sig sekar um afdrifarík mistök þegar þær komu í mark í hlaupakeppni þríþrautarinnar sem fram fór í Japan á dögunum.

Í þríþraut er keppt í sundi, hjólreiðum og hlaupi og gafst efstu þátttakendum mótsins í Japan tækifæri til að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári.

Jessica og Georgia höfðu nokkra yfirburði í keppninni og voru þær nær samstíga alla hlaupaleiðina. Rétt áður en þær komu í mark ákváðu þær að haldast í hendur en það reyndust afdrifarík mistök. Samkvæmt reglum mega keppendur ekki haldast í hendur og leggja á ráðin um að koma á sama tíma í mark. Þær voru því báðar dæmdar úr leik.

Flora Duffy, keppandi frá Bermúda, sem kom þriðja í mark fékk því sigurinn á silfurfati.

Líklegt þykir að Jessica og Georgia taki þátt í þríþraut Ólympíuleikanna næsta sumar, enda hafa þær þegar náð lágmarkinu. Bretar munu senda þrjár konur og þrjá karla til að keppa næsta sumar og kemur það í ljós í maí næstkomandi hvort þær verði valdar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina