fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Hrottaleg nauðgun skíðakennara – Rotaði vin hennar og hló á meðan

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 18. ágúst 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur skíðakennari hefur verið dæmdur í 10 ára fangelsi eftir að hafa nauðgað konu og hlegið á meðan. METRO greinir frá þessu.

Matthew James Williams vann sem skíðakennari í Ástralíu. Hann elti konuna og vin hennar heim eftir að hafa verið að skemmta sér á bar þar í landi. Williams rotaði vin konunnar og nauðgaði henni eftir það, lamdi hana í andlitið og beit hana þegar hún reyndi að komast undan. Vinur konunnar náði meðvitund og reyndi að hjálpa henni en Williams rotaði hann aftur og sparkaði í hann.

Eftir að vinurinn náði meðvitund í annað skipti komst hann í burtu frá Williams og veifaði í átt að bílum en eftir það hljóp Williams í burtu. Konan og vinur hennar voru svo illa farin eftir árásina að lögreglan hélt að það hefði verið ráðist á þau af fleiri en einum einstaklingi. 

Öryggismyndavél náði upptöku af Williams. Á upptökunni sést Williams elta konuna og vin hennar eftir að þau héldu heim á leið frá barnum sem staðsettur er í New South Wales Snowy Mountain Resort. 

Í fréttinni frá METRO kemur fram að konan og vinur hennar sögðust bæði hafa tekið inn efnið MDMA en það réttlætir hins vegar engan veginn gjörðir Williams. Einnig kemur fram í fréttinni að Williams hafi verið undir áhrifum áfengis en það réttlætir heldur ekkert. 

Williams vann sem áður segir sem skíðakennari en hann sagði kollegum sínum frá því að hann hafi átt „mjög erfiða nótt“ daginn eftir nauðgunina. Hann er sagður hafa átt erfitt með að klæða sig í hanskana daginn eftir.

Lögreglan handtók Williams eftir að DNA próf staðfesti að hann væri árásarmaðurinn. Williams játaði að hafa valdið líkamlegum skaða með því markmiði að nauðga konunni og komast yfir ólögleg fíkniefni. Dómarinn í málinu, Nicole Noman, sagði árásina vera „hrottalega í ljósi þeirrar hörku og ákefni“ sem Williams beitti. 

Williams var eins og áður kom fram dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir brot sín. Hann mun ekki eiga möguleika á reynslulausn fyrr en eftir minnsta kosti 7 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina