fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Var nýkvæntur og á leið í brúðkaupsferð þegar hann var drepinn

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 16. ágúst 2019 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörmulegt atvik átti sér stað í Sulhamstead í Berkshire á Englandi í gærkvöldi þegar lögregluþjónn var drepinn. Lögregluþjónninn, hinn 28 ára Andrew Harper, var í útkalli vegna innbrots í hús þegar ekið var á hann. Tíu voru handteknir vegna málsins, karlar á aldrinum 13 til 30 ára og eru þeir grunaðir um morð.

Andrew dróst talsverða vegalengd með bifreiðinni áður en annarri bifreið var ekið á hann.

Í frétt Mail Online um harmleikinn kemur fram að Andrew hafi kvænst ástinni í lífi sínu þann 18. júlí síðastliðinn. Þau hafi verið á leið í brúðkaupsferð í næstu viku til að fagna.

Bretar hafa áhyggjur af vaxandi fjölda ofbeldisglæpa í landinu. Í gær var til dæmis unglingur stunginn til bana í suðurhluta Lundúna og fjölskyldufaðir var drepinn í borginni Newcastle eftir að hafa verið stunginn með skrúfjárni. Þá varð maður fyrir talsverðum höfuðmeiðslum eftir að ráðist var á hann fyrir utan breska innanríkisráðuneytið. Öll þessi ofbeldisverk voru framin á 24 klukkustunda tímabili.

Þessu til viðbótar hafa hnífaárásir verið mjög algengar í Bretlandi og varla liðið sá dagur að undanförnu að lögregla fái ekki slíkt mál inn á borð til sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?