fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. ágúst 2019 20:00

Bíllinn í hlöðunni góðu. Mynd:RM Sothebys

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miura bíllinn frá Lamborghini var kallaður fyrsti ofurbíll heims. Fljótlega verður einn slíkur seldur á uppboði hjá RM Sothebys uppboðshúsinu. Um einstakan bíl er að ræða en hann er af gerðinni Lamborghini Miura P400 S, 1969 árgerð. Sothebys segir bílinn vera „tímahylki“.

Hann var upprunalega seldur Þjóðverjanum Walter Becker 1971 en hann bjó í Nürnberg. Hann seldi landa sínum, Hans-Peter Weber, bílinn 1974. Óhætt er að segja að hann hafi hugsað vel um bílinn og skilar það sér góðu ástandi hans í dag.

Hann lítur ágætlega út. Mynd:RM Sothebys

Weber lést 2015 og átti bílinn þá enn. Eftir andlát hans var bíllinn settur inn í hlöðu í Þýskalandi og stóð þar inni þar til á þessu ári. Á þessum tíma var hann ekki hreyfður. Hann er enn með upprunalega gula lakkið, blár að innan, upprunalega vél og öll upprunaleg skjöl og þjónustubókina fylgja honum.

Allt er upprunalegt í bílnum. Mynd:RM Sothebys

Uppboðshaldarar reikna með að fá sem nemur um 160 milljónum íslenskra króna fyrir bílinn en hann verður boðinn upp í Lundúnum í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina