fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Dularfullt tíst frá CIA veldur Dönum hugarangri

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. ágúst 2019 17:00

Frá Kaupmannahöfn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskir Twitter-notendur klóruðu sér margir hverjir í höfðinu á þriðjudagskvöldið eftir að hafa lesið undarlegt tíst (að því að þeim fannst) frá bandarísku leyniþjónustunni CIA. CIA hafði þá tíst um borðsiði í Danmörku.

„Þegar borðað er í Danmörku er venjan að maður hafi hendurnar sýnilegar, líka þegar maður tekur sér hvíld frá matnum. Því eru úlnliðirnir oftast lagðir á borðið.“

Skrifaði CIA en leyniþjónustan hefur verið iðin við að gefa Bandaríkjamönnum ráð varðandi ferðalög erlendis.

En margir Danir skilja ekkert í þessu tísti og þekkja ekki til umrædds borðsiðar.

Ráðleggingar CIA um siði og venjur í öðrum löndum hafa einnig fallið í misjafnan jarðveg hjá íbúum viðkomandi landa sem hafa oft ekki kannast við það sem leyniþjónustan skrifar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu