fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |
Pressan

Þjóðverjar ætla að banna sölu og dreifingu plastpoka

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 07:59

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska ríkisstjórnin undirbýr nú bann við sölu og dreifingu plastpoka í verslunum þar í landi en samkvæmt samningi ríkisins og viðskiptalífsins verða verslanir nú að rukka fyrir pokana. Svenja Schultze, umhverfisráðherra, sagði um helgina að ráðuneyti hennar væri nú að undirbúa lagafrumvarp um bann við sölu plastpoka því samkomulag, sem gert var við viðskiptalífið til að draga úr notkun plastpoka, hafi ekki skilað tilætluðum árangri.

Hún sagði að markmiðið með nýju lögunum sé að binda enda á „notum og hendum samfélagið“. Hún gaf þó ekkert út um hvenær væntanlegt bann á að taka gildi.

Fyrir þremur árum samdi ríkisstjórnin við kaupmenn um að draga úr notkun plastpoka, meðal annars með því að byrja að rukka fyrir þá. Samkomulagið er ekki bindandi.

Samkvæmt tölum frá þýska umhverfisráðuneytinu hefur notkun á plastpokum minnkað um 64 prósent frá 2015. Plastpokar eru aðeins eitt prósent af þeim plastumbúðum sem eru notaðar í landinu. Af þeim sökum vill Schultze einnig ná samningum við viðskiptalífið um að draga úr notkun á plastumbúðum utan um ávexti og grænmeti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvetja ferðamenn til að hætta að nota Google Maps

Hvetja ferðamenn til að hætta að nota Google Maps
Pressan
Fyrir 2 dögum

Töldu að tasmaníutígurinn hefði dáið út árið 1936 – Síðan þá hefur hann sést átta sinnum

Töldu að tasmaníutígurinn hefði dáið út árið 1936 – Síðan þá hefur hann sést átta sinnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafok út af grófu gríni kennara – Hótaði að senda tíu ára gömul börn í gasklefa

Fjaðrafok út af grófu gríni kennara – Hótaði að senda tíu ára gömul börn í gasklefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegasti barnaníðingur Bretlands stunginn til bana – Bjó til handbók fyrir barnaníðinga: „Lífið þitt snerist um að misnota börn“

Hryllilegasti barnaníðingur Bretlands stunginn til bana – Bjó til handbók fyrir barnaníðinga: „Lífið þitt snerist um að misnota börn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser