fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Þjóðverjar ætla að banna sölu og dreifingu plastpoka

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 07:59

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska ríkisstjórnin undirbýr nú bann við sölu og dreifingu plastpoka í verslunum þar í landi en samkvæmt samningi ríkisins og viðskiptalífsins verða verslanir nú að rukka fyrir pokana. Svenja Schultze, umhverfisráðherra, sagði um helgina að ráðuneyti hennar væri nú að undirbúa lagafrumvarp um bann við sölu plastpoka því samkomulag, sem gert var við viðskiptalífið til að draga úr notkun plastpoka, hafi ekki skilað tilætluðum árangri.

Hún sagði að markmiðið með nýju lögunum sé að binda enda á „notum og hendum samfélagið“. Hún gaf þó ekkert út um hvenær væntanlegt bann á að taka gildi.

Fyrir þremur árum samdi ríkisstjórnin við kaupmenn um að draga úr notkun plastpoka, meðal annars með því að byrja að rukka fyrir þá. Samkomulagið er ekki bindandi.

Samkvæmt tölum frá þýska umhverfisráðuneytinu hefur notkun á plastpokum minnkað um 64 prósent frá 2015. Plastpokar eru aðeins eitt prósent af þeim plastumbúðum sem eru notaðar í landinu. Af þeim sökum vill Schultze einnig ná samningum við viðskiptalífið um að draga úr notkun á plastumbúðum utan um ávexti og grænmeti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?