fbpx
Mánudagur 14.október 2019  |
Pressan

Volkswagen hættir framleiðslu á hybrid-bílum

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílaframleiðendurnir Volkswagen og General Motors hafa ákveðið að hætta framleiðslu á svokölluðum hybrid-bílum, bílum sem ganga bæði fyrir rafmagni og eldsneyti. Þess í stað munu fyrirtækin einblína á bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni.

Í frétt Fox Business kemur fram að allt snúist þetta um að standast strangar kröfur um útblástur bifreiða sem verið er að innleiða um allan heim. Þá telja forsvarsmenn þessara fyrirtækja að peningunum sé betur varið í þróun rafbíla en hybrid-bíla þar sem framtíðin liggi óhjákvæmilega í rafmagninu.

Scott Keogh, stjórnarformaður Volkswagen í Bandaríkjunum, segir að fyrirtækið ætli í þá átt sem markaðurinn stefni.

Önnur fyrirtæki virðast þó ekki eins viss um að framtíðin liggi eingöngu í rafmagninu. Þannig munu Ford og Toyota halda áfram framleiðslu á hybrid-bílum, Ford F-150 og Toyota Prius sem dæmi. Bæði þessi fyrirtæki stefna þó enn að því að framleiða einnig rafbíla í bland við hybrid-bíla, enda komast þeir lengra en bílar sem eingöngu er knúnir rafmagni.

Volkswagen hyggst setja rafknúinn borgarjeppa á Bandaríkjamarkað á næsta ári og þá er General Motors með tuttugu rafbíla á teikniborðinu sem stefnt er að því að framleiða og markaðssetja á næstu fjórum árum. Þetta eru bæði Chevrolet og Cadillac-bifreiðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Sjáumst í helvíti þar sem við útkjáum þetta“

„Sjáumst í helvíti þar sem við útkjáum þetta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eltihrellirinn þurfti ekki meira en endurkastið í ljósmynd poppstjörnunnar

Eltihrellirinn þurfti ekki meira en endurkastið í ljósmynd poppstjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

730 fyrirtækjabílum beint gegn Erdogan – Bein stríðsyfirlýsing við forsetann

730 fyrirtækjabílum beint gegn Erdogan – Bein stríðsyfirlýsing við forsetann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gaupa réðst á hjón

Gaupa réðst á hjón
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bæjarstjóri stóð ekki við kosningaloforð: Brjálæðir íbúar refsuðu honum grimmilega

Bæjarstjóri stóð ekki við kosningaloforð: Brjálæðir íbúar refsuðu honum grimmilega
Fyrir 4 dögum

Farið að síga á seinni hlutann

Farið að síga á seinni hlutann
Pressan
Fyrir 4 dögum

CNN neitar að birta auglýsingar frá Donald Trump

CNN neitar að birta auglýsingar frá Donald Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfyllsta lagið á internetinu: Hvaðan kom það og hver samdi það? Það veit enginn

Dularfyllsta lagið á internetinu: Hvaðan kom það og hver samdi það? Það veit enginn