fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Þetta skaltu alltaf gera þegar þú dvelur á hótelum

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þú ferðast erlendis og dvelur á hótelum skaltu helst af öllu forðast það að skella ferðatöskunni inn í skáp eða skella henni á rúmið þegar þú tekur upp úr henni.

Óboðnir gestir leynast stundum á hótelherbergjum en hér er vísað til veggjalúsar (e. bedbugs). Veggjalús er blóðsuga sem heldur sig meðal annars til í rúmum fólks. Hún lætur oftar en ekki til skarar skríða á næturna þar sem hún sýgur blóð grunlausra gesta.

Apartment Therapy ræddi við skordýrafræðinginn Brittany Campbell sem gaf ferðalöngum nokkur góð ráð áður en haldið er í ferðalög erlendis.

Brittany segir að veggjalúsin haldi sig oftar en ekki í dýnum eða sófum og það fari ágætlega um hana ef hún kemst í farangur fólks, fatnað til dæmis.

Brittany segir það ekki alltaf duga að skella farangrinum á sérstakar töskurekka sem stundum eru til staðar á hótelum. Lúsin eigi auðvelt með að klifra og geti komið sér nokkuð auðveldlega á milli staða. Það fer þó allt eftir undirlaginu.

Sjálf segist Brittany mæla með því að ferðalangar geymi farangurinn inni á baðherberginu – og jafnvel ofan í baðkarinu ef það er til staðar. Segir hún að líkurnar á að finna veggjalúsina á baðherberginu séu litlar þar sem aðstæður þar eru erfiðar fyrir hana. Þannig á hún erfitt með að klifra upp flísar, postulín eða gler.

Brittany ráðleggur þeim sem er illa við að geyma farangurinn á baðherberginu að vefja honum inn í plast eða stóran plastpoka. Svo er auðvitað hægt að taka sénsinn á því að engar veggjalýs séu til staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hollendingar í veseni vegna Area 51

Hollendingar í veseni vegna Area 51
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluð samsæriskenning um kápu Melaniu Trump

Sturluð samsæriskenning um kápu Melaniu Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keypti iPhone fyrir dóttur sína á netinu – Kassinn innihélt eitthvað allt annað en iPhone

Keypti iPhone fyrir dóttur sína á netinu – Kassinn innihélt eitthvað allt annað en iPhone
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvö börn létust af völdum E.coli

Tvö börn létust af völdum E.coli