fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Súkkulaðiframleiðandi í mótvindi – Vill hvorki rauðhærð né feit börn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 18:00

Rauðhærðar stúlkur koma ekki til greina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Súkkulaðiframleiðandinn Milka er nú að leita að lítilli stúlku til að vera andlit fyrirtækisins í nýrri auglýsingaherferð. En þessi leit hefur snúist upp í mikinn mótvind fyrir fyrirtækið. Umboðsskrifstofunni Spotlight UK var falið að finna leikara í auglýsingarnar.

Í auglýsingu skrifaði fyrirtækið að leitað væri að „saklausri og sætri stúlku“ og „að augnlitur og hárlitur skipti ekki máli en stúlkan mætti ekki vera rauðhærð“. Fram kom að leitað væri að stúlku sem væri ekki enn komin á kynþroskaaldurinn og væri „mjög falleg“. Einnig kom skýrt fram að ekki kæmi til greina að ráða stúlku í yfirþyngd í hlutverkið þar sem um súkkulaðiauglýsingu væri að ræða.

Skoski leikarinn og skemmtikrafturinn Helen Raw sá auglýsinguna og var hún ekki lengi að deila henni á Twitter og gagnrýna. Í kjölfarið hafa fleiri þekktir einstaklingar gagnrýnt kröfurnar sem settar eru fram.

„Hugsaðu þér að vera barn og fá ekki hlutverkið. Þú ert bara ekki nógu sæt og nú skaltu fara. Þú getur bara glímt við lélegt sjálfsálit það sem eftir er.“

Skrifaði einn notandi á Twitter. Margir foreldrar hafa lýst því yfir að þeir muni aldrei senda börn sín í prufur ef auglýsingarnar eru svona.

Spotlight UK brást við umræðunni með því að senda frá sér fréttatilkynningu. Þar segir að einn starfsmaður fyrirtækisins hafi birt auglýsingu sem upp fyllir ekki kröfur fyrirtækisins. Það sé algjörlega óásættanlegt að slíkt gerist og að fyrirtækið hefði aldrei samþykkt þetta.

Talsmenn Milka hafa einnig tjáð sig um málið og sagt að fyrirtækið sé ekki sátt við auglýsinguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?