fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |
Pressan

Rýmka vopnalöggjöfina í Texas í kjölfar fjöldamorðsins í El Paso

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 06:00

Skotvopnalöggjöfin í Texas verður rýmkuð á næstunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. september tekur ný vopnalöggjöf gildi í Texas. Þvert á það sem margir kunna að halda þá verður hún ekki hert en margir hafa krafist hertrar löggjafar í kjölfar fjöldamorðsins í El Paso nýlega en þar voru 22 skotnir til bana af hvítum þjóðernissinna. Nú verður löggjöfin rýmkuð og byssueigendum heimilað að bera vopn á skólalóðum og við kirkjur.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að Kris Brown, hjá Brady samtökunum, gagnrýni þetta harðlega. Samtökin vinna að því að reyna að draga úr umfangi ofbeldisverka sem eru framin með skotvopnum. Hún segir að í öðrum ríkjum Bandaríkjanna hafi verið reynt að auka öryggi borgaranna eftir fjöldamorð sem þessi.

„Í staðinn fyrir að einblína á að halda vopnum frá hættulegu fólki eða tryggja enn öruggari geymslu vopna þá bregðast stjórnmálamenn í Texas við með því að styðja tillögu frá NRA (sem eru hagsmunasamtök vopnaiðnaðarins, innskot blaðamanns) um að leyfa vopn allsstaðar, óháð áhættunni og fórnarkostnaðinum.“

Sagði hún.

Nýju lögin kveða einnig á um að leigusölum verður óheimilt að banna leigjendum sínum að vera með skotvopn í leiguhúsnæðinu. Einnig verður heimilt að geyma skotvopn í læstum bílum á bílastæðum við skóla.

Lögin voru samþykkt áður en fjöldamorðin í El Paso voru framin þann 3. ágúst og í Dayton í Ohio daginn eftir en þá voru 10 myrtir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvetja ferðamenn til að hætta að nota Google Maps

Hvetja ferðamenn til að hætta að nota Google Maps
Pressan
Fyrir 2 dögum

Töldu að tasmaníutígurinn hefði dáið út árið 1936 – Síðan þá hefur hann sést átta sinnum

Töldu að tasmaníutígurinn hefði dáið út árið 1936 – Síðan þá hefur hann sést átta sinnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafok út af grófu gríni kennara – Hótaði að senda tíu ára gömul börn í gasklefa

Fjaðrafok út af grófu gríni kennara – Hótaði að senda tíu ára gömul börn í gasklefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegasti barnaníðingur Bretlands stunginn til bana – Bjó til handbók fyrir barnaníðinga: „Lífið þitt snerist um að misnota börn“

Hryllilegasti barnaníðingur Bretlands stunginn til bana – Bjó til handbók fyrir barnaníðinga: „Lífið þitt snerist um að misnota börn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser