fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |
Pressan

Lögreglunni yfirsást konulík þegar hún gerði húsleit í heimahúsi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 22:00

Mynd úr safni. Danskur lögreglubíll.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar lögreglan á Møn í Danmörku gerði húsleit í heimahúsi í Stege í nóvember 2017 yfirsást henni að lík hafði verið falið í húsinu. Líkið var af 34 ára konu sem hafði verið leitað um hríð. Það var ekki fyrr en tæpri viku síðar sem lögreglan fann líkið þegar hún framkvæmdi aðra húsleit. Líkið var illa farið en á því voru 97 áverkar.

Málið er nú fyrir dómi en 29 ára maður er ákærður fyrir að hafa myrt konuna sem hét Bettina Olsen. Lík hennar var falið undir nokkrum dýnum á heimili hans og ofan á þeim lá borðtennisborð sem hafði verið sagað í tvennt. Fyrir helgi kom fram fyrir dómi að það hafi verið hinn ákærði sem benti lögreglunni á hvar líkið væri falið.

Hann neitar að hafa myrt Bettina en viðurkennir að hafa falið lík hennar og sé því sekur um ósæmilega meðferð á líki.

Dómurinn á að taka afstöðu til hvort Bettina hafi verið myrt en ljóst er að andlát hennar bar að með óvenjulegum hætti. Réttarmeinafræðingar fundu 97 áverka á líki hennar, meðal annars var hún axlarbrotin og með brotinn hryggjarlið. Hún var einnig með för eftir band á hálsinum. Réttarmeinafræðingar segja að þau séu eftir að hún var bundin fast við höfuðpúðann í bíl sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvetja ferðamenn til að hætta að nota Google Maps

Hvetja ferðamenn til að hætta að nota Google Maps
Pressan
Fyrir 2 dögum

Töldu að tasmaníutígurinn hefði dáið út árið 1936 – Síðan þá hefur hann sést átta sinnum

Töldu að tasmaníutígurinn hefði dáið út árið 1936 – Síðan þá hefur hann sést átta sinnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafok út af grófu gríni kennara – Hótaði að senda tíu ára gömul börn í gasklefa

Fjaðrafok út af grófu gríni kennara – Hótaði að senda tíu ára gömul börn í gasklefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegasti barnaníðingur Bretlands stunginn til bana – Bjó til handbók fyrir barnaníðinga: „Lífið þitt snerist um að misnota börn“

Hryllilegasti barnaníðingur Bretlands stunginn til bana – Bjó til handbók fyrir barnaníðinga: „Lífið þitt snerist um að misnota börn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser