fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Boris Johnson vill þyngja refsingar fyrir alvarleg afbrot

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 19:00

Boris Johnson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vill þyngja refsingar fyrir alvarleg afbrot á borð við ofbeldi og morð. Kynferðisbrot falla undir þessa flokka. Hann hefur beðið um að farið verði yfir þessi mál og kannað hvort raunhæft sé að þyngja refsingarnar. Johnson segir að traust borgaranna á réttarkerfinu sé háð því að refsingar séu í samræmi við alvarleika afbrotanna.

Í yfirlýsingu frá honum segir að allir hafi séð dæmi um að nauðgarar og morðingjar hafi sloppið alltof fljótt úr fangelsi eða að fólk hafi brotið af sér á nýjan leik um leið og það losnaði úr fangelsi. Nú verði þetta stoppað. Það eigi að handtaka þetta fólk, loka það inni og endurhæfa almennilega.

Johnson hefur á stefnuskrá sinni að efla ýmislegt innanlands, þar á meðal hefur hann heitið að fjölga lögreglumönnum um 20.000. Á sunnudaginn tilkynnti hann að fangelsisplássum verði fjölgað um 10.000 og að lögreglan muni fá auknar heimildir til að stöðva fólk og leita á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk