fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Unglingarnir gáfu piltinum eiturlyf: Hlógu svo þegar hann tók of stóran skammt

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 12. ágúst 2019 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sorglegt atvik átti sér stað í Bresku Kólumbíu í suðvesturhluta Kanada á dögunum þegar fjórtán ára piltur fannst meðvitundarlaus í almenningsgarði. Pilturinn, Carson Crimeni, var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað.

Við rannsókn lögreglu á málinu hefur margt óhugnanlegt komið upp úr krafsinu. Þannig er talið að hópur eldri unglinga hafi gefið Carson eiturlyf sem urðu honum að aldurtila. Þá hefur lögregla til rannsóknar myndbönd sem tekin voru um það leyti sem Carson missti meðvitund vegna lyfjaneyslunnar. Myndböndin fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Það var á miðvikudagskvöld í síðustu viku að Carson fannst meðvitundarlaus á hjólabrettasvæði. Afi piltsins hafði reynt að hringja í hann fyrr um kvöldið en án árangurs. Hann fór því út að leita að honum og kom að honum í fyrrnefndum garði. Í samtali við CBC segir afinn, Darrel Crimeni, að hann hafi séð eitt myndbandanna. Hópurinn hafi hlegið að Carson þegar augljóst var að hann væri mjög veikur.

Faðir Carson, Aron Crimeni, segir að pilturinn hafi verið glaðvær og ósköp venjulegur unglingur sem hafi haft gaman af íshokkí og tölvuleikjum. Hann hafi þó átt í ákveðnum félagslegum erfiðleikum sem urðu til þess að hann fór að umgangast eldri unglinga. „Hann hélt að þeir væru vinir sínir. Hann treysti þeim og reyndi að falla í hópinn,“ segir hann.

Lögregla fer með rannsókn málsins og beinist rannsóknin meðal annars að því hver útvegaði umrædd eiturlyf og hverjir voru viðstaddir þennan sorglega atburð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“