fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Tómatsósu-þjófnaður hafði ófyrirsjáanlegar afleiðingar: „Það versta sem ég hef gert í lífi mínu“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 21:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur í New Jersey í Bandaríkjunum gerðist sekur um óvenjulegan þjófnað á veitingastaðnum Perkins Resturant & Bakery. Þjófurinn komst upp með að hnupla Heinz-tómatsósu, brot sem hafði stærri afleiðingar en búast mætti við. Frá þessu greinir CNN.

Þetta kemur fram í bréfi sem þjófurinn sendi til veitingastaðarins. Þar kemur fram að tómatsósu-þjófnaðurinn hafi verið fyrsta afbrot þjófsins, sem gerði almennt ekkert af sér.

„Fyrir nokkrum vikum tók ég eina tómatsósu-flösku, vegna asnalegrar ástæðu. Ég hélt að þetta væri „áhættusöm“ aðgerð, þar sem ég er svakalega ferköntuð manneskja og þetta var það versta sem ég hef gert í lífi mínu.“

Líf þjófsins á þó að hafa breyst til hins verra eftir stuldinn og ákvað hann því að skila tveimur flöskum af tómatsósu aftur til staðarins.

„Nokkrum klukkutímum seinna keyrði einhver á bílinn minn og síðan hefur líf, heppni og karmaið mitt verið í djúpum skít. Ég vona að með því að gefa ykkur tvær nýjar flöskur af tómatsósu muni ástandið batna, þar sem ég hef verið með sektarkennd síðan. Ég vona að stuldurinn hafi ekki haft jafn mikil áhrif á ykkur og hann hafði á mig. Kveðja, ömurleg persóna.“ segir í bréfi þjófsins.

Eigandi staðarins deildi mynd af bréfinu, ásamt tveimur flöskum af tómatsósu á Facebook-síðu sinni með textanum „Þér er fyrirgefið,“

Tómatsósuframleiðandinn, Heinz sagði á Twitter-síðu sinni að stuldurinn væri skiljanlegur og vegna þess að þjófurinn hafi bætt sitt karma, þá ætlaði fyrirtækið sér að hjálpa við að borga skemmdirnar á bílnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“