fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |
Pressan

Tómatsósu-þjófnaður hafði ófyrirsjáanlegar afleiðingar: „Það versta sem ég hef gert í lífi mínu“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 21:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur í New Jersey í Bandaríkjunum gerðist sekur um óvenjulegan þjófnað á veitingastaðnum Perkins Resturant & Bakery. Þjófurinn komst upp með að hnupla Heinz-tómatsósu, brot sem hafði stærri afleiðingar en búast mætti við. Frá þessu greinir CNN.

Þetta kemur fram í bréfi sem þjófurinn sendi til veitingastaðarins. Þar kemur fram að tómatsósu-þjófnaðurinn hafi verið fyrsta afbrot þjófsins, sem gerði almennt ekkert af sér.

„Fyrir nokkrum vikum tók ég eina tómatsósu-flösku, vegna asnalegrar ástæðu. Ég hélt að þetta væri „áhættusöm“ aðgerð, þar sem ég er svakalega ferköntuð manneskja og þetta var það versta sem ég hef gert í lífi mínu.“

Líf þjófsins á þó að hafa breyst til hins verra eftir stuldinn og ákvað hann því að skila tveimur flöskum af tómatsósu aftur til staðarins.

„Nokkrum klukkutímum seinna keyrði einhver á bílinn minn og síðan hefur líf, heppni og karmaið mitt verið í djúpum skít. Ég vona að með því að gefa ykkur tvær nýjar flöskur af tómatsósu muni ástandið batna, þar sem ég hef verið með sektarkennd síðan. Ég vona að stuldurinn hafi ekki haft jafn mikil áhrif á ykkur og hann hafði á mig. Kveðja, ömurleg persóna.“ segir í bréfi þjófsins.

Eigandi staðarins deildi mynd af bréfinu, ásamt tveimur flöskum af tómatsósu á Facebook-síðu sinni með textanum „Þér er fyrirgefið,“

Tómatsósuframleiðandinn, Heinz sagði á Twitter-síðu sinni að stuldurinn væri skiljanlegur og vegna þess að þjófurinn hafi bætt sitt karma, þá ætlaði fyrirtækið sér að hjálpa við að borga skemmdirnar á bílnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvetja ferðamenn til að hætta að nota Google Maps

Hvetja ferðamenn til að hætta að nota Google Maps
Pressan
Fyrir 2 dögum

Töldu að tasmaníutígurinn hefði dáið út árið 1936 – Síðan þá hefur hann sést átta sinnum

Töldu að tasmaníutígurinn hefði dáið út árið 1936 – Síðan þá hefur hann sést átta sinnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafok út af grófu gríni kennara – Hótaði að senda tíu ára gömul börn í gasklefa

Fjaðrafok út af grófu gríni kennara – Hótaði að senda tíu ára gömul börn í gasklefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegasti barnaníðingur Bretlands stunginn til bana – Bjó til handbók fyrir barnaníðinga: „Lífið þitt snerist um að misnota börn“

Hryllilegasti barnaníðingur Bretlands stunginn til bana – Bjó til handbók fyrir barnaníðinga: „Lífið þitt snerist um að misnota börn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser