fbpx
Mánudagur 14.október 2019  |
Pressan

Mikil dulúð í kringum dauða Jeffrey Epstein – Átti valdamikla vini sem sumir óttuðust hann

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 07:00

Epstein þekkti meðal annars Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af hverju var Jeffrey Epstein ekki gætt betur? Þetta er stóra spurning í Bandaríkjunum þessa stundina eftir að milljarðamæringurinn fannst látinn í fangaklefa sínum í New York um helgina. Hann sat í varðhaldi vegna rannsóknar á meintu barnaníði hans og mansali. Hann átti 45 ára fangelsi yfir höfði sér. Epstein var ekki hver sem er því hann þekkti marga áhrifamestu menn Bandaríkjanna og í tengslum við rannsókn á máli hans hefur því verið fleygt að sumir af þessum áhrifamönnum hafi vitað af gjörðum Epstein og jafnvel tekið þátt í hluta þeirra.

Samsæriskenningar voru fljótar að fara á kreik eftir dauða Epstein og ein sú vinsælasta bendlar Bill Clinton, fyrrum forseta, við dauða hans. Aðrar ganga út á að valdamiklir stjórnmálamenn og aðrir þekktir einstaklingar hafi tengst því sem Epstein var sakaður um. Auk Clinton þekkti Epstein meðal annars Donald Trump, núverandi Bandaríkjaforseta, og Andrew Bretaprins.

Donald Trump reyndi að notfæra sér málið og deildi Twitterfærslu frá hægrisinnaða grínistanum Terrence Williams:

„Jeffrey bjó yfir upplýsingum um Bill Clinton og nú er hann dáinn. Jahérna, hvernig gat það gerst.“

Skrifaði Williams.

Mikið hefur verið fjallað um málið á stóru bandarísku sjónvarpsstöðvunum og á sumum þeirra hafa heimildamenn jafnvel heyrst segja að það sé eitthvað bogið við andlát Epstein.

Epstein reyndi að fyrirfara sér í síðasta mánuði og í kjölfarið var fylgst sérstaklega vel með honum um hríð en því var síðan hætt. Það hefur vakið upp áleitnar spurningar því Epstein var fyrirlitinn af almenningi vegna meintra brota sinna. Auk þess voru margir valdamiklir áhrifamenn á móti honum vegna vitneskju hans um þá. Margir höfðu óttast að verða dregnir inn í rannsókn lögreglunnar.

Það mun síðan væntanlega ekki draga úr samsæriskenningum og umræðu um málið að lík Epstein var krufið í gær og gátu réttarmeinafræðingar ekki skorið úr um dánarorsök hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Sjáumst í helvíti þar sem við útkjáum þetta“

„Sjáumst í helvíti þar sem við útkjáum þetta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eltihrellirinn þurfti ekki meira en endurkastið í ljósmynd poppstjörnunnar

Eltihrellirinn þurfti ekki meira en endurkastið í ljósmynd poppstjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

730 fyrirtækjabílum beint gegn Erdogan – Bein stríðsyfirlýsing við forsetann

730 fyrirtækjabílum beint gegn Erdogan – Bein stríðsyfirlýsing við forsetann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gaupa réðst á hjón

Gaupa réðst á hjón
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bæjarstjóri stóð ekki við kosningaloforð: Brjálæðir íbúar refsuðu honum grimmilega

Bæjarstjóri stóð ekki við kosningaloforð: Brjálæðir íbúar refsuðu honum grimmilega
Fyrir 4 dögum

Farið að síga á seinni hlutann

Farið að síga á seinni hlutann
Pressan
Fyrir 4 dögum

CNN neitar að birta auglýsingar frá Donald Trump

CNN neitar að birta auglýsingar frá Donald Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfyllsta lagið á internetinu: Hvaðan kom það og hver samdi það? Það veit enginn

Dularfyllsta lagið á internetinu: Hvaðan kom það og hver samdi það? Það veit enginn