fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Hljóp undan löggunni en þá komu geitungarnir

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 12. ágúst 2019 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni í Aldinborg í Þýskalandi tókst að hafa hendur í hári manns sem hafði látið undir höfuð leggjast að gefa sig fram til afplánunar ellefu mánaða fangelsisdóms.

Maðurinn lagði á flótta á tveimur jafn fljótum þegar lögreglumenn komu á heimili hans og hugðust handtaka hann. Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í frétt AP, er sagður hafa stokkið af svölum. Ekki vildi betur til en svo að hann lenti ofan á geitungabúi með þeim afleiðingum að geitungarnir eltu hann og réðust á hann.

Maðurinn reyndi hvað hann gat að forðast geitungana og hljóp út á götu. Lögreglumenn sem hlupu á eftir honum urðu einnig fyrir barðinu á geitungunum. Það var ekki fyrr en maðurinn stakk sér til sunds í uppblásinni sundlaug að geitungarnir drógu sig í hlé.

Eftirleikurinn reyndist tiltölulega auðveldur fyrir lögreglumennina sem handtóku manninn og færðu hann til afplánunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni