fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |
Pressan

Fyrrum sérfræðingur FBI telur ólíklegt að Anne-Elisabeth Hagen sé á lífi – Þetta er ástæðan

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 06:00

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hennar. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 31. október á síðasta ári hvarf Anne-Elisabeth Hagen af heimili sínu í útjaðri Osló í Noregi. Allt bendir til að hún hafi verið numin á brott en miðar, með kröfu um lausnargjald, voru skildir eftir í húsinu. Lögreglan rannsakaði málið lengi sem mannrán en hefur nú beint rannsókninni í annan farveg og rannsakar málið sem morðmál því hún telur litlar líkur á að Anne-Elisabeth sé á lífi.

Í sama streng tekur Gregg McCrary, fyrrum sérfræðingur hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Hann telur mjög ólíklegt að hún sé enn á lífi og það þrátt fyrir síðustu tilkynningu frá fjölskyldu Anne-Elisabeth. Nýlega kom fram að í byrjun júlí hafi fjölskyldan verið í sambandi við meinta mannræningja sem kröfðust 10 milljóna norskra króna frá fjölskyldunni fyrir að sanna að hún væri enn á lífi. Fjölskyldan greiddi upphæðina en hefur ekkert heyrt síðan frá hinum meintu mannræningjum.

„Það er ólíklegt að hún sé enn á lífi. Ef maður hefur ekki afhent sannanir um að hún sé á lífi þá er mjög líklegt að hún sé það ekki. En það útilokar ekki að henni hafi verið rænt.“

Sagði McCrary í samtali við VG. Hann sagðist þó ekki vilja útiloka neitt því reynsla hans segi honum að allt geti enn gerst í málinu.

„Maður má ekki verða þröngsýnn og festa sig við eina kenningu. Maður verður að vera með margar kenningar, ekki er hægt að hunsa lausnargjaldskröfuna. Það er mjög skýr kenning en þegar hún skilar ekki árangri neyðist maður til að horfa á aðra möguleika.“

Fjölskylda Anne-Elisabeth er ósammála lögreglunni og telur að hún sé á lífi. Lögmaður fjölskyldunnar sagði í síðustu viku að það kæmi honum á óvart ef lögreglan útiloki að hún sé á lífi. Þetta sagði hann í kjölfar upplýsinga um að fjölskyldan hefði verið í sambandi við meinta mannræningja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvetja ferðamenn til að hætta að nota Google Maps

Hvetja ferðamenn til að hætta að nota Google Maps
Pressan
Fyrir 2 dögum

Töldu að tasmaníutígurinn hefði dáið út árið 1936 – Síðan þá hefur hann sést átta sinnum

Töldu að tasmaníutígurinn hefði dáið út árið 1936 – Síðan þá hefur hann sést átta sinnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafok út af grófu gríni kennara – Hótaði að senda tíu ára gömul börn í gasklefa

Fjaðrafok út af grófu gríni kennara – Hótaði að senda tíu ára gömul börn í gasklefa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald

Harðvítugar deilur um garðslátt – Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegasti barnaníðingur Bretlands stunginn til bana – Bjó til handbók fyrir barnaníðinga: „Lífið þitt snerist um að misnota börn“

Hryllilegasti barnaníðingur Bretlands stunginn til bana – Bjó til handbók fyrir barnaníðinga: „Lífið þitt snerist um að misnota börn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser

Ótrúlegur árangur Toyota Land Cruiser