fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Grafa djúpt í sífrerann í Alaska í leit að lífi á Mars

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. ágúst 2019 22:00

Ákveðin líkindi Rauða plánetan hefur löngum verið manninum hugleikin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undir sífreranum í Alaska eru lífverur í mjög söltu vatni og vekur sú staðreynd vonir um að líf sé að finna á Mars. Þar leita vélmenni að lífi en hér á jörðu niðri eru það vísindamenn af holdi og blóði sem reyna að öðlast skilning á hvernig líf getur orðið til og þrifist á öðrum plánetum. Til að geta rannsakað aðstæður lífs, sem minnir á aðstæður á Mars, neyðast þeir oft til að stunda rannsóknir á afskekktum stöðum hér á jörðinni okkar.

Djúpt undir yfirborði Alaska í Bandaríkjunum hefur bandarískum vísindamönnum nú tekist að finna lifandi bakteríu sem er talin vera um 50.000 ára. Vísindamennirnir boruðu sig í gegnum sífrerann og um fimm metra undir honum fundu þeir saltvatn sem er þrisvar til fimm sinnum saltara en sjór. Saltinnihaldið er um 14 prósent en það þýðir að vatnið frýs ekki, jafnvel þótt hitastigið fari langt niður fyrir frostmark. Það minnir eiginlega á vatnið sem er í Dauðahafinu, er frekar eins og fín og þunn olía en vatn. Sumar örverur eru þeim hæfileikum gæddar að geta lifað við skilyrði sem þessi þar sem vatnið er mjög kalt og mjög salt. Saltvatnið og lífverurnar, sem lifa í því, eru algjörlega einangraðar frá umheiminum og öðrum lífverum vegna sífrerans. Af þessum sökum eru þessi vötn mjög áhugaverð til rannsókna en þar geta vísindamenn rannsakað þróun lífvera í gegnum tíðina.

Þarna eru lífverurnar í algjörri einangrun og því hægt að sjá hvernig þær hafa þróast við slík skilyrði. Helsta hættan sem steðjar að við rannsóknir sem þessar er að nýjar bakteríur berist niður í vötnin með borum vísindamannanna.

Reynslan af borunum í sjávarbotnin sýnir að bakteríur, sem lifa í umhverfi eins og söltu vötnunum, deila sér mun hægar en bakteríur á yfirborði jarðar. Bakteríur fjölga sér með því að deila frumum sínum, en hraði þess ferlis fer eftir hversu góð vaxtarskilyrðin eru á hverjum stað. Jafnvel þótt fruma deili sér ekki þá þurfa bakteríurnar orku og næringu því þær þurfa að lagfæra það tjón sem verður á erfðaefni þeirra og prótínum.

Ákveðin líkindi

Með því að rannsaka þessar örverur og umhverfið, sem þær lifa í, geta vísindamenn lært mikið um hvað þurfi að vera til staðar til að líf geti þróast. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsóknunum í Alaska, segja að þar hafi bakteríur þrifist vel í saltvatninu. Þar séu mjög virk samfélög örvera sem hafi þróast í eldgömlum saltlögum. Það kom vísindamönnunum mjög á óvart hversu margar bakteríur voru í þessum samfélögum að því er segir í fréttatilkynningu frá þeim. Vísindamennirnir segjast hafa uppgötvað að ákveðin líkindi séu með Mars og jörðinni þrátt fyrir að eðlisfræði-, líffræði- og efnafræðilegar aðstæður séu mjög mismunandi.

Á síðasta ári tilkynnti bandaríska geimferðastofnunin NASA að fljótandi vatn hefði fundist í jarðvegi á Mars. Fram kom að vatnið væri mjög salt, miklu saltara en höfin hér á jörðinni. Þetta mikla saltmagn er nauðsynlegt svo vatnið geti flotið í þeim mikla kulda sem er á Mars. Þetta sama á einmitt við í Alaska. Af þessum sökum telja vísindamenn sig geta lært mikið um Mars með því að rannsaka sambærilegt umhverfi á jörðinni. Þeir hafa ekki enn birt vísindagrein um rannsóknir sínar í Alaska en þær þykja þó ansi áhugaverðar en svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar áður. Til dæmis árið 2003 í Síberíu, en þar er einn elsti sífreri jarðarinnar. Þar fundust bakteríur í söltu vatni sem er talið vera 150.000 ára gamalt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?