Mánudagur 11.nóvember 2019
Pressan

57 manns létust eftir sprengingu í olíubíl – „Ástandið er mjög slæmt“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 10. ágúst 2019 16:41

Mynd tengist fréttinni ekki beint - Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bilaður bensíntrukkur sprakk í austur Tansaníu fyrr í dag. Að minnsta kosti 57 manns létust.

Atvikið gerðist eftir að fjöldi fólks var að reyna að soga bensín úr trukknum til eigin nota. Lögreglan á svæðinu segir að mikill fjöldi fólks hafi auk þess særst eftir að trukkurinn sprakk. BBC greinir frá því að 70 manns séu særðir.

Fólk sem var vitni að atvikinu segir að mikill fjöldi fólks hafi safnast að trukknum eftir að hann bilaði. Það var þó ekki bara fólk sem var að stela bensíni sem lenti illa í sprengingunni samkvæmt vitnum.

„Ástandið er mjög slæmt. Mikill fjöldi fólks lést og ekki bara þjófarnir heldur líka saklaust fólk, þetta er mjög erilsamt svæði.“

Lögreglustjóri á svæðinu segir að mikill fjöldi þeirra sem létust hafi verið ökumenn sem unnu við að keyra fólk á mótorhjóli.

Svona atvik eru því miður ekki sjaldséð í Austur-Afríku en árið 2013 varð mjög svipað slys í Úganda. Þar dróst fólk einnig að bensíninu en 29 manns létust í því slysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

40 milljón króna fiðla komst aftur í hendur eiganda síns – Gleymdi henni í lest

40 milljón króna fiðla komst aftur í hendur eiganda síns – Gleymdi henni í lest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að ræna 1.200 krónum

Dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að ræna 1.200 krónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alvarlegar ásakanir á hendur stórum tóbaksframleiðanda

Alvarlegar ásakanir á hendur stórum tóbaksframleiðanda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Loftslagsbreytingar verða skyldufag í skólum grunnskólabarna

Loftslagsbreytingar verða skyldufag í skólum grunnskólabarna