Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Pressan

Gengur með barn bróður síns

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anton Rydenstam og Sandra Rydenstam Björk eru búin að vera saman í ellefu ár. Árið sem þau byrjuðu að vera saman greindist Sandra með brjóstakrabbamein og hefur hún lifað með því síðan. Sökum þess var talið að Sandra myndi ekki lifa það af að ganga með barn. Expressen skýrði fyrst frá þessu.

„Sem aðstandandi finnur maður til vanmáttar. En Sandra hefur verið sterkari en krabbameinið og reynir að lifa eins eðlilegi lífi.“

Segir Linnea Rydenstam, systir Antons.

Parið hafði íhugað ættleiðingu en vegna krabbameins Söndru var þeim neitað um hana. Þau voru farin að sætta sig við barnlaust líf.

Linnea hafði velt málinu fyrir sér og rannsakað það í fimm ár án þess að segja neinum frá því. Þegar hún hafði fætt fjórða barn sitt ákvað hún að segja bróður sínum og mágkonu frá hugmyndum sínum en þær gengu út á að hún myndi ganga með barn þeirra.

„Ég get ekki læknað krabbamein Söndru, en ég get læknað barnleysi þeirra“, segir Linnea. Tilboð hennar kom Antoni og Söndru mjög á óvart.

Linnea sagði í viðtali við TV2 að hún hefði aldrei sagt bróður sínum frá hugmynd sinni, hún vildi vera alveg viss um að þetta væri það sem hún vildi gera áður en hún byði fram hjálp sína. Hún segist einnig vera fegin því að þau hafi ekki verið búin að biðja hana um að ganga með barn fyrir sig, vegna þess að þá hefði henni fundist hún verða að gera það.

Parið ákvað að taka tilboði Linneu, en þar sem staðgöngumæðrun er ekki leyfð í Svíþjóð urðu þau að fara til útlanda til að láta framkvæma aðgerðina. Stuttu fyrir jól ferðuðust þau til Georgíu til að láta setja upp fóstur.

Mjög kefjandi

Fyrstu vikurnar þurfti Linnea að taka mikið af lyfjum og sem hún segir að hafi verið mjög krefjandi. Hún segir að sér hafi liðið meira eins og vél en manneskju. Eftir tólf vikur gat fjölskyldan loks andað léttar því þá tóku sænskir heilbrigðisstarfsmenn við meðferð Linnea.

Fjölskyldan hrósar heilbrigðisstarfsfólkinu og segir það hafa veitt Linnea framúrskarandi umönnun.

Eftir tæpan mánuð er von á litlum dreng í heiminn og verður hann sonur Linnea en um leið bróðursonur hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Karlar falla fyrir konum sem láta líkamsþyngdina hvíla á öðrum fætinum

Ný rannsókn – Karlar falla fyrir konum sem láta líkamsþyngdina hvíla á öðrum fætinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óttast straum liðsmanna Íslamska ríkisins til Evrópu

Óttast straum liðsmanna Íslamska ríkisins til Evrópu