Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Pressan

Vatnsbirnir sem lifa á tunglinu – Dýr sem erfitt er að drepa

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelskt geimfar brotlenti á tunglinu í apríl, um borð voru þúsundir lífvera, svokallaðir vatnsbirnir sem eru bessadýr. Frá þessu greinir New York Post.

Vatnsbirnirnir eru um það bil millimetra langir, eru með átta fætur með klóm og eru þar að auki með heila.

Það sem er þó hvað merkilegast við þessi dýr er að þau eru næstum því ódauðleg. Vatnsbirnirnir þola gríðarlega geislavirkni, svakalegan hita, kulda og geta lifað án matar í marga áratugi.

Nova Spivack, meðstofnandi fyrirtækisins sem sendi farið út í geim segir afar líklegt að verurnar séu á lífi.

„Við trúum því að lífslíkur bessadýranna séu afar miklar,“ segir Spivack sem þykir þó ólíklegt að þær muni geta fjölgað sér á tunglinu.

„Ef þeim verður ekki of heitt þá gætu þeir lifað í langan tíma, mörg ár,“

Þó svo að verurnar séu frá jörðinni, þá er ábyggilega hægt að segja að í dag séu lifandi verur á öðrum hnöttum en jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Karlar falla fyrir konum sem láta líkamsþyngdina hvíla á öðrum fætinum

Ný rannsókn – Karlar falla fyrir konum sem láta líkamsþyngdina hvíla á öðrum fætinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óttast straum liðsmanna Íslamska ríkisins til Evrópu

Óttast straum liðsmanna Íslamska ríkisins til Evrópu