Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Pressan

Norður-Kórea stal 2 milljörðum dollara með tölvuárásum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 22:00

Rússnesku nettröllin eru vöknuð á nýjan leik.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður-Kórea stal 2 milljörðum dollara með tölvuárásum. Fjármagnið var notað til að fjármagna kjarnorkuáætlun landsins. Þetta kemur fram í nýrri leyniskýrslu Sameinuðu þjóðanna en fjölmiðlar hafa komist yfir hana. Í skýrslunni kemur fram að Norður-Kóreumenn hafi beint aðgerðum sínum að bönkum og rafmyntamörkuðum til að verða sér úti um fé.

BBC skýrir frá þessu. Segist BBC hafa heimildir fyrir að Sameinuðu þjóðirnar séu að rannsaka 35 tölvuárásir Norður-Kóreumanna.

Í skýrslunni, sem var send til þeirrar nefndar öryggisráðsins sem hefur eftirlit með refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu, kemur fram að stjórnvöld í Norður-Kóreu noti sífellt þróaðri aðferðir við tölvuárásir sínar sem beinist gegn bönkum og rafmyntamörkuðum. Einnig kemur fram að árásirnar á rafmyntamarkaðina afli Norður-Kóreu fjármagns sem er erfiðara að rekja og sætir minna opinberu eftirliti en fjármagn sem er stolið frá hefðbundnum bönkum.

Í skýrslunni er einnig fjallað um brot Norður-Kóreu á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna en þarlend stjórnvöld eru sögð hafa orðið sér úti um búnað sem er nauðsynlegur við framleiðslu gjöreyðingarvopna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Karlar falla fyrir konum sem láta líkamsþyngdina hvíla á öðrum fætinum

Ný rannsókn – Karlar falla fyrir konum sem láta líkamsþyngdina hvíla á öðrum fætinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óttast straum liðsmanna Íslamska ríkisins til Evrópu

Óttast straum liðsmanna Íslamska ríkisins til Evrópu