fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Rannsaka dularfullt mál – Engin stúlka hefur fæðst í þrjá mánuði en hins vegar 216 drengir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 06:00

Nýja Delí á Indlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum mánuðum hefur ekki eitt einasta stúlkubarn fæðst í 132 indverskum bæjum. Á sama tíma hafa 216 drengir fæðst í þeim. Þetta hefur orðið til þess að indversk yfirvöld hafa hafið rannsókn á þessu og er nú fylgst náið með framvindu mála í bæjunum en þeir eru allir í Uttarkashi-héraði.

Times of India skýrir frá þessu.

„Þetta er grunsamlegt og hefur orðið til þess að við beinum sjónum okkar nú að fóstureyðingum á stúlkufóstrum. Þetta gæti verið tilviljun því við höfum engar sannanir um eyðingu á stúlkufóstrum. Við getum ekki tekið neina áhættu í þessu.“

Er haft eftir Ashish Chauhaun héraðsstjóra.

Hann lagði einnig áherslu á að ef upp kemst að einhver hafi eytt stúlkufóstrum verði málum fylgt eftir í dómskerfinu.

Frá því á sjötta áratugnum hefur kynjahallinn á Indlandi aukist mikið en nú er talið að það séu 63 milljónum færri konur í landinu en karlar. Frá 1994 hefur verið bannað að eyða stúlkufóstrum á grunni fósturgreininga en allt bendir til að það sé samt sem áður gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Háttsettir liðsmenn bandarísku Navy SEALs reknir úr starfi

Háttsettir liðsmenn bandarísku Navy SEALs reknir úr starfi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hollendingar í veseni vegna Area 51

Hollendingar í veseni vegna Area 51
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún ætlaði bara að hvísla að brúðgumanum – Nú fer „afhjúpunin“ eins og eldur í sinu um netið

Hún ætlaði bara að hvísla að brúðgumanum – Nú fer „afhjúpunin“ eins og eldur í sinu um netið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keypti iPhone fyrir dóttur sína á netinu – Kassinn innihélt eitthvað allt annað en iPhone

Keypti iPhone fyrir dóttur sína á netinu – Kassinn innihélt eitthvað allt annað en iPhone
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eineggja þríburar reyndu að blekkja lögregluna – Á endanum komst upp um þá

Eineggja þríburar reyndu að blekkja lögregluna – Á endanum komst upp um þá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forstjórar og verkfræðingar vilja setjast að á tunglinu

Forstjórar og verkfræðingar vilja setjast að á tunglinu