fbpx
Miðvikudagur 22.júní 2022
Pressan

Boris Johnson formaður breska Íhaldsflokksins og væntanlegur forsætisráðherra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 11:15

Boris Johnson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslit liggja nú fyrir í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins og eins og fyrirsjáanlegt var bar Boris Johnson sigurorð af Jeremy Hunt. Boris Johnson er fyrrverandi borgarstjóri London og fyrrverandi  utanríkisráðherra. Þetta þýðir að Boris tekur við af Theresu May sem forsætisráðherra en hún sagði af sér embætti vegna erfiðleika við útgöngu Breta úr ESB.

Tveir samningar sem Theresa May gerði við ESB um útgöngu Breta úr ESB voru kolfelldir á breska þinginu. Boris Johnson hefur verið í hópi þeirra sem vilja Breta út úr ESB. Hann hefur hvað eftir annað lýst því yfir að Bretar gangi út úr sambandinu í október með eða án samnings.

Meira en helmingsmunur var á frambjóðendunum en Boris fékk rúmlega 92.000 atkvæði á meðan Jeremy Hunt fékk aðeins ríflega 46.000.

Sjá nánar sjónvarpsumfjöllun á vef Sky News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gaia geimfarið varpar ljósi á þróun sólkerfisins og óvænta „stjörnuskjálfta“

Gaia geimfarið varpar ljósi á þróun sólkerfisins og óvænta „stjörnuskjálfta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gjafapoki til kynningar á bandarískri iðnframleiðslu innihélt „Made in China“ gjafir

Gjafapoki til kynningar á bandarískri iðnframleiðslu innihélt „Made in China“ gjafir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskt herskip siglir tvisvar inn í danska löghelgi – „Óásættanleg rússnesk ögrun“

Rússneskt herskip siglir tvisvar inn í danska löghelgi – „Óásættanleg rússnesk ögrun“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu milljarða virði af kókaíni í bananakössum

Fundu milljarða virði af kókaíni í bananakössum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Forseti Kína opnar fyrir „sérstakar hernaðaraðgerðir“

Forseti Kína opnar fyrir „sérstakar hernaðaraðgerðir“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hryllingurinn í Hollandi – Misþyrmdi börnunum sínum til að losa þau við „illa anda“

Hryllingurinn í Hollandi – Misþyrmdi börnunum sínum til að losa þau við „illa anda“