fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

El Chapo er kominn í „Alcatraz Klettafjalla“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júlí 2019 21:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mexíkóski eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman var nýlega dæmdur í ævilangt fangelsi og til 30 ára að auki af dómstól í New York í Bandaríkjunum. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða 12,6 milljarða dala í bætur vegna kókaínsmygls hans til Bandaríkjanna. Á föstudaginn var hann fluttur í Florence fangelsið í Colorado en það er hámarksöryggisfangelsi og stundum nefnt Alcatraz Klettafjalla.

Hann hafði verið vistaður á leynilegum stað í New York þar til hann var fluttur til Colorado. Denver Post skýrir frá þessu og hefur þetta eftir lögmanni hans, Jeffrey Lichtman. El Chapo, sem er 62 ára, á enga lúxusdvöl í vændum í fangelsinu sem er sagt það öruggasta í Bandaríkjunum.

Hann þarf að dveljast í einangrun í fangelsinu í litlum klefa. Lítill gluggi er á klefanum og er það eina útsýnið til umheimsins. Flestir fangarnir í fangelsinu fá sjónvarp í klefa sinn en þar eru þeir í 23 klukkustundir á dag allt árið. Þeir fá að fara út í eina klukkustund á dag ef það er ekki rigning. Þeir hafa nánast engin samskipti við annað fólk og borða alltaf í klefum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Háttsettir liðsmenn bandarísku Navy SEALs reknir úr starfi

Háttsettir liðsmenn bandarísku Navy SEALs reknir úr starfi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hollendingar í veseni vegna Area 51

Hollendingar í veseni vegna Area 51
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún ætlaði bara að hvísla að brúðgumanum – Nú fer „afhjúpunin“ eins og eldur í sinu um netið

Hún ætlaði bara að hvísla að brúðgumanum – Nú fer „afhjúpunin“ eins og eldur í sinu um netið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keypti iPhone fyrir dóttur sína á netinu – Kassinn innihélt eitthvað allt annað en iPhone

Keypti iPhone fyrir dóttur sína á netinu – Kassinn innihélt eitthvað allt annað en iPhone
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eineggja þríburar reyndu að blekkja lögregluna – Á endanum komst upp um þá

Eineggja þríburar reyndu að blekkja lögregluna – Á endanum komst upp um þá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forstjórar og verkfræðingar vilja setjast að á tunglinu

Forstjórar og verkfræðingar vilja setjast að á tunglinu