fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |
Pressan

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júlí 2019 19:00

Dawn og Johnny Lee Vann Jr. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn lést Johnny Lee Vann Jr., 35 ára, þegar hann bjargaði báðum börnum sínum úr sjávarháska á ströndinni við Wrightsville í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Fjölskyldan hafði farið á ströndina eftir að hafa sótt messu. Stór alda hreif börn hans með niður af bryggju við ströndina.

ABC News skýrir frá þessu. Johnny sá hvað gerðist og hljóp strax til aðstoðar.

„Hann fór úr skyrtunni og hljóp á fullri ferð þarna út. Hann gerði það sem sérhver faðir myndi gera við aðstæður sem þessar.“

Sagði eiginkona hans, Dawn, í samtali við WRAL sjónvarpsstöðina.

Johnny tókst að bjarga öðru barninu úr sjónum án vandræða en þegar hann fór út í til að bjarga hinu barninu lenti hann í vandræðum. Talsmaður lögreglunnar sagði að Johnny og barnið hafi farið á kaf í um 30 sekúndur áður en þeim var bjargað. Endurlífgunartilraunir á Johnny báru ekki árangur en börnin lifðu bæði af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrk framtíðarsýn forsetaframbjóðanda Bandaríkjanna: „Það eru ekki ýkjur að segja að konur muni deyja“

Myrk framtíðarsýn forsetaframbjóðanda Bandaríkjanna: „Það eru ekki ýkjur að segja að konur muni deyja“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugvallarstarfsmenn trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu vegabréfið hans

Flugvallarstarfsmenn trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu vegabréfið hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn ætlaði að jarða nýfædda dóttur sína – Fann svolítið óhugnalegt á grafreitnum

Maðurinn ætlaði að jarða nýfædda dóttur sína – Fann svolítið óhugnalegt á grafreitnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi