fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Flóðbylgja fíkniefna á friðsælum eyjum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. júlí 2019 22:00

Eykur á vandann Það eykur á vanda litlu Kyrrahafseyjanna að þær eru illa í stakk búnar til að takast á við vaxandi fjölda fíkniefnaneytenda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu fimm árum hefur innflutningur á kókaíni og metamfetamíni til Ástralíu og Nýja-Sjálands aukist mikið. Fjölmargir smyglarar hafa verið gripnir í báðum löndum, þar á meðal Íslendingar, en samt sem áður er mikið framboð af þessum hættulegu fíkniefnum í löndunum. En þetta snertir fleiri en íbúa Ástralíu og Nýja-Sjálands því íbúar Kyrrahafseyja á borð við Fídjí og Vanúatú finna líka fyrir þessu.

Ekki bara hvítar strendur

Flestir sjá eflaust Kyrrahafseyjar á borð við Fídjí og Vanúatú fyrir sér sem hinar fullkomnu eyjar þar sem hvítar strendur og blár sjór setja mark sitt á umhverfið þar sem friður og ró ríkir. En á undanförnum árum hefur sannkölluð flóðbylgja fíkniefna skollið á þessum áður friðsælu eyjum. Á síðustu fimm árum hefur orðið algjör sprenging í fjölda báta og skipa sem flytja fíkniefni á borð við kókaín til Fídjí, Vanúatú, Papúa Nýju-Gíneu, Tonga og Nýju-Kaledóníu og áfram þaðan til Ástralíu og Nýja-Sjálands.

Þetta hefur orðið til þess að margar sögur hafa farið á kreik um umfang smyglsins og eyjaskeggjar hafa fundið fíkniefni. Til dæmis skýrði The Guardian frá því að sjómaður frá Budi Budi-svæðinu frá því að hann hefði fundið kókaín að verðmæti sem nemur rúmlega fjórum milljörðum íslenskra króna grafið í sand á síðasta ári. Í þeirri umfjöllun var haft eftir Andreas Schloenhardt, prófessor í refsirétti við háskólann í Queensland í Ástralíu, að ef lína væri dregin frá Bogotá í Kólumbíu til Canberra í Ástralíu liggi hún beint yfir Kyrrahafseyjarnar. Sífellt sé lagt hald á meira magn fíkniefna og meira magni sé smyglað.

Kyrrahafseyjar Á mörgum eyjanna hefur fíkniefnaneytendum fjölgað.

Hörð stefna yfirvalda

Áströlsk yfirvöld reka harða stefnu í þessum málum og hafa frá 2014 átt þátt í að það tókst að stöðva smygl á 7,5 tonnum af kókaíni til Kyrrahafssvæðisins. Hvað eftir annað hefur mikið magn kókaíns rekið á fjörur á Vanúatú og Fídjí. Nærri eyjunum geyma fíkniefnasmyglarar síðan mikið magn af fíkniefnum og er verðmæti þeirra talið hlaupa á milljörðum dollara.

Á mörgum eyjanna hefur fíkniefnaneytendum fjölgað og samhliða því hefur ofbeldi færst í aukana og einnig glæpir og spilling. Samkvæmt frétt þýsku fréttastofunnar DPA frá því í byrjun árs eyða Ástralir sem nemur tæplega 900 milljörðum íslenskra króna í fíkniefni á ári hverju. Áströlsk yfirvöld hafa einmitt lýst því yfir að landið glími við fíkniefnafaraldur.
Í byrjun júní lagði ástralska lögreglan hald á 1,6 tonn af metamfetamíni um borð í flutningaskipi nærri Melbourne. Aldrei fyrr hafði jafn mikið magn af þessu fíkniefni verið haldlagt í einu í Ástralíu. Sendingin kom frá Taílandi. Auk metamfetamínsins voru 37 kíló af heróíni um borð í skipinu.

Sent frá Ameríku

Kókaíni og metamfetamíni er yfirleitt komið fyrir í bátum og skipum í Suður- eða Mið-Ameríku auk Bandaríkjanna. Síðan er haldið áleiðis til Ástralíu og Nýja-Sjálands. Þessir markaðir eru mjög vænlegir í augum fíkniefnasala því verðið er hátt, en fyrir eitt gram af kókaíni fæst sem nemur um 25.000 íslenskum krónum. Hvergi í heiminum er neysla kókaíns, að meðaltali á hvern mann, meiri en í þessum tveimur löndum.

Það eykur síðan á vanda litlu Kyrrahafseyjanna að þær eru illa í stakk búnar til að takast á við vaxandi fjölda fíkniefnaneytenda. Á Fídjí eru hvorki meðferðarstöðvar eða önnur úrræði fyrir fíkla og þar starfa engir sérfræðingar á þessu sviði.

Árlega fara sjö milljónir gáma um ástralskar hafnir. Aðeins lítill hluti þeirra er gegnumlýstur í leit að fíkniefnum. Þetta gleður að sjálfsögðu fíkniefnagengi frá Mexíkó sem eru virk á ástralska markaðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina