fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Ný bók um Kim Jong-Un – Svona var lúxuslíf hans

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 22:30

Kim Jong-un á barnsaldri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örlög hans réðust á átta ára afmæli hans. Þá stóð hann í sérsaumuðum herforingjabúningi með stjörnum og orðum og tók á móti hinum raunverulegu herforingjum, sem beygðu sig og buktuðu fyrir afmælisbarninu.

Árið var 1992, heimurinn vissi ekki hvað var í vændum. Kim Jung-Un vissi það, hann átti að verða næsti leiðtogi Norður-Kóreu.

Þetta og margt fleira má lesa í nýrri bók Anna Fifield, sem hefur starfað í mörg ár sem fréttaritaði Washington Post í Asíu, um hinn norður-kóreska einræðisherra.

Bókin heitir „The Great Successor“, Hinn mikli eftirmaður, og byggir á margra ára vinnu við að komast á bak við þá ímynd sem áróðursvél yfirvalda hefur birt af leiðtoganum.

Samkvæmt þeirri ímynd var Kim Jong-Un undrabarn, sem gat ekið bíl þegar hann var þriggja ára gamall og vann silgingakeppnir og samdi tónlist þegar hann var níu ára. En samkvæmt því sem fram kemur í bókinni var farið með Kim Jong-Un eins og hann væri mjög sérstakur, frá barnæsku.

Á undanförnun árum hefur Anna Fifield ekki aðeins flutt fréttir frá hinu lokaða landi, hún segir í viðtali við Weekendavisen að hún hafi eiginlega unnið eins og einkaspæjari til að safna gögnum fyrir bókina.

„Ég setti mér það takmark að hitta alla, sem höfðu hitt Kim Jong-Un og gætu sagt frá fundinum. Enginn fundur var of stuttur eða smávægilegur“, segir hún í viðtali við Weekendavisen. Markmiðið var að mála mynd af Kim Jong-Un, mynd sem sýndi hvað mótaði hann. „Hann var ekki vandræðagemlingur, en hann var uppstökkur og skorti umburðarlyndi“, hefur móðursystir hans sagt um uppvaxtarár frænda síns.

Einn kafli úr bókinni birtist í Washington Post og út frá honum er ekki erfitt að ímynda sér hvaðan hann hafði þessi skapgerðareinkenni.

Kim Jon-Un var dekraður, fordekraður.

Á meðan hundruð þúsunda Norður-Kóreumanna dóu úr hungri í hungursneyðinni sem var nálægt því að knésetja landið árið 1990, var lífið í höllunum sem Kim Jong-Un ólst upp í allt öðruvísi.

Meðal þess sem var á matseðlinum var grillaður fasani, hákarlauggasúpa, gufusoðin skjaldbaka, svissneskur raclette ostur og sushi úr humri, túnfiski, ál og kavíar. Hrísgrjónin á matarborði Kim fjölskyldunnar komu ekki einu sinni úr búðum á svæðinu. Þau komu frá sérstöku svæði í Norður-Kóreu og voru handtínd og handflokkuð af ungum konum á svæðinu til þess að tryggja það að hvert einasta hrísgrjón væri fullkomið og að þau væru öll jafnstór.

Lúxus máltíðir voru ekki það eina sem aðgreindi hinn unga Kim Jong-Un frá jafnöldrum sínum í hinu blásnauða landi, þar sem almenningi hefur verið haldið í stálgreipum í meira en sjö áratugi.

Höllin, þar sem hinn mikli eftirmaður óx úr grasi með eldri bróður sínum Kim Jong-Chul, var stútfull af afþreyingu. Anna Fifield skrifar í bók sinni, að þar hafi verið meira af leikföngum en í stórri leikfangabúð á vesturlöndum. Þar var að finna fjöll af Lego og Playmobil, og meira að segja alvörubíl, sem faðir Kim Jong-Un hafði látið breyta til þess að uppáhaldssonurinn gæti keyrt hann.

Kim Jong-Un lét sér heldur ekki nægja að leika sér með leikfangabyssur, sem var annars nóg af í leikherbergi hallarinnar. Þegar hann var ellefu ára gamall bar hann Colt 45, byssu í hulstri við mjöðmina. Það að auki var bíósalur í höllinni þar sem Kim Jong-Un og systkini hans gátu horft á klassískar myndir á við Ben-Hur, Dracula eða James Bond myndir. Garðarnir við höllina voru svo stórir að börnin keyrðu um í litlum golfvögnum til að skoða birni og apa, sem geymdir voru í búrum.

Höfundur bókarinn leggur áherslu á að líf Kim Jong-Un og systkina hans hafi líka verið mjög einmanalegt. Þegar hann var átta ára, var engum börnum boðið í afmælisveisluna, aðeins herforingjum og norður-kóresku elítunni. Allir beygðu sig og buktuðu fyrir honum, allir hoppuðu og dönsuðu við minnstu bendingu frá afmælisbarninu.

Þegar Kim Jong-Un fékk sem drengur svo mikinn áhuga á skipum og flugvélum að það jaðraði við þráhyggju, átti hann það til að kalla til sín helstu sérfræðinga landsins á því sviði um miðjar nætur til þess að útskýra það sem hann ekki skyldi. Þessi áhugi gerði menn enn sannfærðari um það hve stórkostlegur leiðtogi þessi litli drengur gæti orðið.

Allir sem bjuggu utan landamæra hin lokaða lands höfðu búist við því að bróðir hans, Kim Jong-Chul, sem var þremur árum eldri, myndi taka við hinu valdamikla hlutverki sem leiðtogi landsins við lát föður þeirra.

En eins og fram hefur komið, voru örlög hans ráðin þegar hann var átta ára gamall og hefur hann, frá því að hann komst til valda árið 2011, stýrt Norður-Kóreu með jafn harðri hendi og fyrirrennarar hans.

Og það má ekki vanmeta völd hans, segir höfundur bókarinnar. Hún segir að menn eigi það til að líkja honum við ilmenni úr teiknimyndasögum, en með því að líta á hann sem brandara er verið að vanmeta hann. „Hann hefur sýnt að hann er slungnari, kænni og séðari en nokkur hafði búist við“, segir hún. „Það getur enginn stjórnað honum.“

Tíminn mun leiða í ljós hvort Donald Trump geti stjórnað honum. Leiðtogarnir tveir hittust nýverið í annað sinn – á hlutlausu svæði á milli Norður og Suður-Kóreu – í þeirri von að það væri hægt að taka upp umræður um kjarnorkuprógramm Norður-Kóreu á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk