fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
Pressan

Hingað skaltu flytja ef þú vilt hærri laun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 21:30

Hver vill ekki aðeins hærri laun eða jafnvel miklu hærri laun. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú vilt hærri laun, hver vill það ekki?, þá þarftu kannski að huga að flutningum og flytja úr landi. Það er vænlegur kostur að finna vinnu í landi þar sem nokkrir af stærstu bönkum heims og lyfjafyrirtæki eru með höfuðstöðvar sínar.

Þetta er Sviss svo það þarf ekki að fara langt. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum HSBC Holdings Plc. þá er Sviss það ríki heims þar sem best er fyrir útlendinga að starfa og þeir hafa hæstu launin. Bloomberg skýrir frá þessu.

Meðallaun útlendinga í Sviss eru sem svarar til um 14 milljóna íslenskra króna á ári en það er 47% hærra en meðaltal hinna 33 ríkjanna sem voru með í rannsókninni.

Sviss hefur því skákað Singapore sem vermdi toppsæti listans áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinnuveitandi gerður ábyrgur fyrir að starfsmaður hans lést eftir að hafa stundað kynlíf í vinnuferð

Vinnuveitandi gerður ábyrgur fyrir að starfsmaður hans lést eftir að hafa stundað kynlíf í vinnuferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinsælir áhrifavaldar í mótvindi – Sakaðar um að notfæra sér heimilislausan mann fyrir eigin hagsmuni

Vinsælir áhrifavaldar í mótvindi – Sakaðar um að notfæra sér heimilislausan mann fyrir eigin hagsmuni